Nú ætti eiginleg allt að vera að gerast, sumarið sprettur fram undan síðustu vorhretunum og vötnin taka við sér hver af öðru. Þó enn sé nokkur tími í að rollum verði hleypt á fjall, er þegar farið að gæta ákveðinnar hjarðhegðunar þar sem örlítil græn slikja er farin að sýna sig. Veiðimenn streyma hver af öðrum í svipaðar áttir, nálgast hvorn annan af varúð á veiðistað, það er aldrei að vita hvernig næsti maður er að koma undan vetri.

Það hefur lengi viljað loða við þennan þriðjung þjóðarinnar, þ.e. stangveiðimenn að þeir sækja á sína staði og þá sérstaklega ef sá staður hefur gefið sérstaklega vel, áður fyrr. Vitaskuld eru ákveðin vötn sem koma fyrst undan vetri og ekkert óeðlilegt að þangað flykkist veiðimenn fyrst á sumrin. En þar með er veiði ekki gefin, hún er nánast ekki einu sinni sýnd þessar fyrstu vikur sumars. Samt er það svo að þegar maður lítur yfir sjóndeildarhringinn við ákveðin vötn, þá er engu líkara en aðeins einn staður gefi þessa dagana við hvert þeirra.

fos_saudur
Einmana sauður

Eins og sauðirnir hafa lært í gegnum aldirnar, þá þarf stundum að hafa svolítið fyrir því að finna fyrstu grænu tuggur sumarsins og alls ekki víst að forystusauðurinn hafi alltaf rétt fyrir sér hvar hana er að finna. Þeir eru til sem stendur slétt á sama hvort þeir eru kallaðir villuráfandi, þeir kljúfa sig frá hjörðinni og leita fanga þar sem eðlisávísunin segir þeim að grasið geti verið grænna. Stundum gengur þetta upp hjá þeim, stundum ekki, en oftar en ekki eru þetta feitustu sauðirnir í hjörðinni þegar kemur að því að hleypt er á fjall þegar sumarið hefur endanlega gengið í garð. Ég leita yfirleitt veiði snemmsumars á þeim stöðum þar sem hjarðirnar hafa ekki troðið svörðinn. Stundum gengur það upp, stundum ekki, en ég græði alltaf eitthvað á því að breyta út af vananum. Ykkur er alveg frjálst að kalla mig villuráfandi, ég fitna af fleiru en fiskum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.