Þar kom að því, loksins grein á þessari síðu sem er ekki aðeins ætluð þeim sem hafa brennandi áhuga á fluguveiði. Það hljóta að vera ákveðin tímamót fyrir hvern einasta fluguveiðimann þegar hann fær spurninguna; Hvers vegna eruð þið að þessu, fram og til baka áður en þið kastið út?  Ég varð virkilega upp með mér þegar ég fékk þessa spurningu, loksins einhver sem kom auga á grundvallaratriðið innan um allt þetta nördalega sem maður hefur látið frá sér.

fos_vm_hlidarvatn
Við Hlíðarvatn í Selvogi

Fram og til baka er náttúrulega bara einu sinni, en svo er þetta endurtekið, aftur og aftur og aftur. Eiginlega oftar en nokkur maður nennir að telja. Hvert er eiginlega markmiðið með þessu? Jú, í stuttu máli þá snýst þetta um:

  • Stundum gera menn þetta til að lengja í köstunum. Sjáðu til, flugan hefur enga þyngt og því þurfum við að sveifla línunni fram og til baka, lengja svolítið í henni í hverju kasti, alveg þangað til við teljum okkur ekki ráða lengur við línuna og leggjum hana niður. Neðanmál fyrir flugunörda: Lærðu tvítogið almennilega þannig að þú þurfir ekki að falskasta svona oft.
  • Stundum langar okkur að setja fluguna niður á ákveðinn stað og þá þurfum við að sveifla línunni fram og til baka. Við erum eiginlega að máta hvar flugan lendir, færum hana aðeins til eða lengjum örlítið í til að ná á ákveðinn stað. Neðanmál fyrir flugunörda: Æfðu nákvæmnina umfram lengdarköst þannig að þú þurfir ekki að falskasta svona oft.
  • Stundum erum við að þurrka fluguna áður en við leggjum hana út á vatnið, það er nú svo einfalt. Neðanmál fyrir flugunördana: Ekkert við þessu að gera, nema þá bera eitthvert undraefni á þurrfluguna sem hryndir frá sér vatninu þannig að við þurfum ekki að falskasta svona oft.

Þegar ég var búinn að skýra þetta út, kom spurning nr.2, En af hverju? Góð spurning sem aðeins er eitt gott svar við; Þetta er svo rosalega skemmtilegt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.