Flestir eru kunnugir því hvernig veiðimenn veiða tvær flugur á taumi, aðal- og aukaflugu, veiða með dropper eða afleggjara eins og kallað er. Þetta er sagt auka veiðimöguleika manna til muna og vissulega hef ég séð veiðimenn raða inn fiskum á sitthvora fluguna, þó algengara sé að menn veiði aðallega á aðra þeirra. Þá velja menn mismunandi týpur á tauminn, eina til að laða fiskinn að, vekja forvitni hans, en hina sem hann svo tekur þegar hún skýst inn í sjónsvið hans.

fos_peacock_orgEn það er líka hægt að veiða tvær flugur á allt annan hátt. Við veiðifélagarnir rottum okkur yfirleitt saman þegar við komum á veiðislóð um það hvaða flugu hvort okkar um sig byrjar á að veiða. Já, við veiðum tvær mismunandi flugur þar til ein þeirra hefur sannað sig. Þá vill bregða við að sama flugan endar á hjá okkur báðum. En stundum dugar það einfaldlega ekki til. Það hefur alveg komið fyrir að Alma Rún hefur gefið og gefið, en aðeins öðru okkar. Hitt hefur þá þurft að fara í tilraunastarfsemi og endað kannski á Peacock. Það er nú ekki margt líkt með Peacock og Ölmu Rún, þannig að einhver ókunnur faktor er greinilega í spilinu. Drögum við veiðifélagarnir misjafnlega inn, leggst önnur þeirra betur niður heldur en hin eða er einfaldlega um það að ræða að ætið sem fiskurinn er í sé allt annað handan þessara 10 metra sem skilja okkur að við vatnið?

fos_almarun

Ég get svo sem ekki fullyrt eitthvað um þetta, en ég þori samt sem áður að draga eina mjög mikilvæga ályktun af þessu. Sú fluga sem sögð er veiða á ákveðnum stað, á ákveðnum tíma af ákveðnum veiðimanni, er alls ekki heilög og mögulega passar hún alls ekki tækni næsta manns eða inn á matseðil fisksins síðar. Undir liðnum vötnin hér á síðunni er að finna fjölda flugna sem gefið hafa í tilteknum vötnum. Þessar flugur eru aðeins sýnd veiði, ekki gefin, það eitt er víst.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.