Það er í raun mjög einfalt að klúðra því að rétta úr tauminum. Ef maður klemmir tauminn á milli fingurs og naglarm hættir jafnvel bestu taumum til að krullast upp í stað þess að rétta úr sér, þeir geta orðið eins og jólapakkaband á skærum.

Þegar maður vill rétta úr taumi er best að taka þéttingsfast um sitt hvorn enda eða hluta hans og teygja á honum með jöfnu átaki. Rykkir og skrykkir eru aðeins til þess fallnir að slíta hnúta eða jafnvel tauminn sjálfan.
Senda ábendingu