Veðurguðirnir og sérlegir fulltrúar þeirra hér á landi, Veðurstofan, stóðu við allt sitt í dag. Það var kalt og dumbungur við Gíslholtsvatn fyrir hádegið í dag, en það rofaði heldur betur til upp úr því. Hæst náði hitinn í 8°C og sól skein í heiði allt þar til ég hélt heim á leið rétt fyrir kl.16

Vatnið er trúlega laust undan ís fyrir einhverju síðan, en hitastig þess náði 6°C í dag og skordýrin fara væntanlega á stjá hvað úr hverju og þá lifnar heldur yfir tilverunni. Ég var mátulega vongóður þegar ég rölti inn fyrir Svanhildartanga og prófaði á leiðinni allar mögulegar og ómögulegar flugur, hægan inndrátt, hraðan og með rykkjum eða bara hreint ekki neinn inndrátt.

Þannig að stutt saga verði ekki of löng, þá varð ég ekki var við fisk þá fimm klukkutíma sem ég var við vatnið. Reyndar fór drjúgur tími hjá mér í röltið inn með vatninu að norðan og annað eins í að sitja bara og njóta þess að vera loksins kominn aftur fram á vatnsbakkann, glápa út í loftið og njóta rjúkandi kaffibolla úti í guðsgrænni náttúrunni.

Þrátt fyrir fiskleysið, þá var þetta kærkominn dagur og langþráður eftir alla biðina í vetur.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 / 0 / 0 / 0 1

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.