Kraftakarlar í roki

Það kemur almennri skynsemi lítið við, meira í átt við ósjálfráða hegðun, að ef eitthvað stendur fast, þá beitir maður meira afli til að losa það. Fastur skrúfbolti kallar á meira á átak eða WD40 og ómælda biðlund. Eftir sem áður verður maður að gæta þess að snúa ekki boltann í sundur, beita ekki of miklu afli.

Það sama á við þegar maður kastar flugulínu upp í vindinn. Ef maður eykur aflið of mikið, leggur of mikið í kastið, þá er eins víst að stöngin spennist of hratt og niðurstaðan verði endalausir hnútar, vindhnútar. Það eina sem er í stöðunni er að minnka aflið, einbeita sér að sléttu og felldu kasti, lausu við alla kraftastæla og leggja þeim mun meiri einbeitingu á tvítogið, auka hraða línunnar umfram aflið í kastinu. Aukin línuhraða og þrengri línuboga umfram aflið.

Ekkert rok, aðeins blíða
Ekkert rok, aðeins blíða

Þetta var örugglega það sem við veiðifélagarnir gleymdum ítrekað s.l. sumar þegar vindurinn tók af okkur öll völd og neyddi okkur til að veiða í þveröfuga átt miðað við það sem við hefðum kosið. Í það minnsta voru strengirnir í handleggjum og öxlum að drepa okkur bæði dagana á eftir.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com