Getur stangveiði flokkast sem líkamsrækt? Já, tvímælalaust. Hver sá sem hefur klæðst veiðigallanum, spennt á sig bakpokann, hengt á sig háf og aðrar nauðsynlegar græjur, veit að það þarf ekki langan göngutúr til að virkja svitaholurnar og hraða önduninni örlítið. Þegar svo á veiðistað er komið getur hjartslátturinn örvast, adrenalínið streymt og reynt á snerpuna þegar bregðast þarf við örgrönnum tökum silungsins.

Vísindalegar rannsóknir hafa sannað að rölt á veiðistað í fullum skrúða og klukkutími í fluguveiði getur losað veiðimanninn við 500 – 1500 kaloríur á einum klukkutíma. Til samanburðar skilst mér að klukkutími á göngubretti brennir u.þ.b. 250 kaloríum hjá meðal manneskju.

Góður dagur í veiði er á við heildstæða vikulanga líkamsrækt. Flugukast er frábær rækt fyrir upphandleggi, hendur og úlnliði ásamt því að mjóbak og herðar njóta góðs af hreyfingunni. Raunar hafa bæklunarlæknar mælt með fluguveiði fyrir þá sem þjást hafa af bakverkjum, hún styrkir og mýkir bakvöðvana. Þetta hef ég sjálfur reynt og notið góðs af eftir bakuppskurð og þráláta bakverki.

fos_skor_stong_hraun
Ekki beinlínis léttasta skótauið

Svo má ekki gleyma fóta- og kviðvöðvunum sem þurfa að hafa sig alla við þegar maður er að klöngrast yfir hraun, á hálu grjótinu eða stendur langtímum saman úti í vatni.

Stangveiði og þá sérstaklega fluguveiði hægir á aldurstengdri hrörnun fínhreyfinga, nokkuð sem frístundamálarar ættu að hafa í huga. Svo hefur maður séð mörg áhugaverð málverk sem listamaðurinn hefur sótt innblástur til úr stangveiðinni. Svona er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, jafnvel þrjár ef maður hnýtir þær sjálfur. Útvistin veitir innblástur að listaverkum og fluguveiðin viðheldur fínhreyfingunum sem maður þarf síðan á að halda á vetrum þegar fluguhnýtingarnar stytta biðina eftir næsta sumri. Maður ætti kannski að taka með sér pappír og pensil í veiðiferðir næsta sumars?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.