Flýtileiðir

Þoka

Veiðimenn eru bara mannlegir, rétt eins og annað fólk. Að vísu eru þeir til sem hafðir eru svo upp til skýjanna að þeir nálgast guði, en flestir erum við samt fastir við jörðina þegar öllu er á botninn hvolft. Rétt eins og aðrar manneskjur lærum við mest af því sem reynslan færir okkur og það er einmitt reynslan sem mótar sannfæringu okkar.

Nýlega las ég áhugaverða grein eftir Lamar Underwood, handbókahöfund þar sem hann smellir fram þessari áhugaverðu setningu Foggy Weather Fishing: Forget About It!  I have never, anywhere, anytime, been able to catch fish when dense fog covers the water.  Ég hélt fyrst að þessi annars ágæti rithöfundur væri að grínast og það kæmi eitthvað tvist í greinina þar sem hann drægi í land, en það fór nú ekki svo, þetta var greinilega hans sannfæring sem væntanlega hefur orðið til út frá hans reynslu. Ég veit ekki hvort Lamar hafi í nokkurn tíma komið til Íslands, en hann hefur örugglega aldrei verið við Frostastaðavatn þegar þokan læðist út á vatnið niður af Dómadalshrauni, fikrar sig yfir vatnið og þéttist við hraunið undir Suðurnámum.

Þoka á Frostastaðavatni
Þoka á Frostastaðavatni

Eflaust fara veiðimöguleikar í þoku mikið eftir því hvort um er að ræða kalda, hráslagalega þoku eða þoku sem losar léttan úða yfir vatnið og hækkar súrefnismagn yfirborðsins. Eins og mér er minnisstætt frá Frostastaðavatni, þá getur klak flugunnar magnast ótrúlega þegar þokan leggst yfir og bleikjan fer hamförum í uppitökum með tilheyrandi færi á þurrfluguveiði. Ég segi því fullum fetum, njóttu þokunnar og veiddu eins og þig lystir, það er mín sannfæring.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com