Í fyrravetur hnýtti ég nokkrar tegundir votflugna, svona til þess að eiga í boxinu ef mér sýndist sem svo að nota þær s.l. sumar. Það fór nú reyndar þannig að flestar þeirra fóru undir í einhvern tíma og nokkrar þeirra færðu mér fisk. Þegar ég mætti á eitt hnýtingarkvöldið í mínu veiðifélagi, fékk ég ábendingu frá góðum vini mínum þess efnis að ef ég hnýtti vænginn uppsveigðan, þá kæmi hún mér síður að notum í vatnaveiðinni. Uppsveigður vængur væri heppilegri í straumvatni heldur en kyrru.

Ég hafði reyndar heyrt þetta áður og tengdi þetta helst við það hvort vængurinn væri hástæður á flugunni, þ.e. hvort hann vísaði meira upp heldur en lægi með önglinum. Þegar ég fór á stúfana og las mér til um þetta, þá kom náttúrulega í ljós að fluguspekingar eru alls ekki á eitt sáttir þegar kemur að væng á hefðbundinni votflugu. Þegar ég skoðaði teikningar Edgar Burk frá því um miðja síðustu öld, þá voru allar flugurnar hans með uppsveigðan, lokaðan væng. Flestar flugur Ray Bergman frá þessum árum voru hnýttar á sama hátt. Kannski var þetta tískan á þessum tíma. Hvað um það, ég er alveg sáttur við að nota hástæðan væng í straumvatni og lágstæðan væng í vatnaveiðinni eins og félagi minn benti mér á.
Saell.
Eg verd nu eiginlega ad bidja um nanari utskyringu a thessu.
kvedja,
Thorarinn
Sæll Þórarinn
Gefðu mér smá tíma, kannski skýra komandi greinar þetta aðeins betur, þá tek ég fyrir vængi votflugu þar sem fjaðurvængurinn vísar örlítið út á við, þ.e. sitt hvor fjöðrin til hliðanna og er eitthvað sem kallast getur ‘hæfilega uppsveigður’.
Bestu kveðjur,
Kristján