Flýtileiðir

Það lyktar öðruvísi

Það hefur komið fyrir á þessu heimili að það hafi slegið fyrir laufléttri lykt þegar stöng hefur verið dregin upp úr hólki einhverjum dögum eftir veiðiferð. Það þarf alls ekki að þýða að eitthvað stórkostlegt sé að stönginni þótt hún ilmi ekki eins vel og venjulega. Örsmár blóðdropi eða slím af fiski nægir til þess að gefa frá sér nokkuð sterka lykt eftir einhvern tíma í lokuðum hólki. Hafi manni yfirsést eitthvað slíkt þegar stönginni var pakkað niður, þá er sjaldnast hundrað í hættunni.

Verra er það þegar stangirnar fara rennandi blautar í hólkinn og ekki teknar fram til þurrks þegar heim er komið. Þá er von á öllu erfiðari lykt, myglu. Myglan getur myndast bæði í pokanum utan um stöngina og í korkinum. Ég mundi nú ekki gráta lengi ef ég þyrfti að henda pokanum, verra þætti mér ef myglan tæki sér bólfestu í korkinum. Það þarf reyndar nokkuð öfluga myglu til að eyðileggja korkinn, í flestum tilfellum er hægt að þrífa hann upp og gera sem nýjan án mikillar fyrirhafnar.

fos_cork_handle
Handfangið

Byrjum á smá inngangi, korkur er ekki viður, heldur börkur og hann þolir alls ekki öll sterku hreinsiefnin sem manni dettur fyrst í hug. Best er að byrja á mildum efnum eins og t.d. venjulegri lyktarlausri handsápu og sjá hvort ekki náist allt líf úr korkinum með henni og svampi. Ef það dugar ekki, þá má færa sig í yfir í öflugari græjur; sandpappír númer 240 eða 360, volgt vatn og sömu handsápuna. Raunar renni ég reglulega yfir korkinn með fínum vatnspappír til að jafna hann ef upp úr honum hefur hoggist. Ef sandpappír og handsápa duga ekki, þá er þörf á einhverju enn öflugara, einhverju sem drepur sveppi. Sumir hafa notað 10% klórblöndu, sem reyndar lýsir korkinn aðeins, en ég hef notað 10% blöndu af Rodalon þar sem það drepur einnig óæskilega lykt. Lengra hef ég ekki þurft að fara í aðgerðum til að losna við óþef úr korki, en get ímyndað mér að ef þetta dugi ekki, þá sé eins gott að leita sér að nýju handfangi á stöngina.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com