Mér hættir til að verða svolítið þreyttur í augunum þegar ég hef setið lengi við hnýtingar. Ég hnýti að vísu mest í gegnum stækkunargler með ljósi, en það er alltaf eitthvað á bak við fluguna sem er að flækjast inn í sjónsviðið. Einfalt ráð við þessu er að festa stífan pappír á stand eða klemma hann við hilluna á bak við þvinguna.

Best er að nota ljósan pastelbakgrunn sem endurkastar ekki birtunni í augun á manni. Það er ekki úr vegi að verða sér úti um nokkra fleiri liti, t.d. ljósbláan eða grænan, jafnvel ljósgráan og skipta annars slagið um bakgrunn, það hvílir augun og stundum er betra að sjá hvítu fjaðrirnar ef bakgrunnurinn er ekki mjög ljós. Svo má alltaf nota þennan hlutlausa bakgrunn þegar taka skal myndir af meistarastykkjunum. Það er fátt meira ergilegt við góðar flugumyndir heldur en sjá allt mögulegt en þó ekkert í bakgrunni flugnanna, bara eitthvað sem dregur athyglina frá henni.
Senda ábendingu