Einmitt á þessum tíma ársins er matarlystin farin að leita að allt öðru en stórsteikum og endalausum sætindum. Þá getur verið gott að grípa eins og eitt gott flak af gröfnum urriða frá síðasta sumri úr frystinum, sjóða sér egg og sneiða rauða papriku og lárperu í grófar sneiðar. Smella þessu á gróft langlokubrauð með smá slettu af graflaxsósu, ferskan ávaxtasafa í glas og gera vel við sjálfan sig. Góð veiðibók eða tímarit á kantinum til að blaða í, skemmir svo ekki fyrir.
Myndin er að vísu frá síðasta sumri en svona geta nú nestistímarnir verið í veiðinni.