Það líður nú ekki langur tími frá því veiðitímabilinu lýkur þangað til hugurinn leitar á veiðislóðir aftur. Þetta árið held ég að það hafi tekið innan við hálfan mánuð frá því ég fór síðasta að veiða, að ég fór að hugsa til næsta sumars. Auðvitað er þetta bara brjálæði, en ég hef þó þessa vefsíðu til að fleyta mér yfir köldustu mánuðina og ylja mér við endurminningar liðins sumars.

Á næstu dögum fer maður að taka til á hnýtingarborðinu, setja saman einhver gáfulegan lista til að hnýta eftir og ráðast á eitthvað af hnýtingarefninu sem maður hefur sankað að sér í haust og það sem af er vetrar. Ég er reyndar fyrir löngu farinn að leiða hugann að flugum og þá skaut upp í kollinn á mér hversu mikið viðhorf mitt til fluguhnýtingar hefur breyst frá því ég steig fyrstu skrefin í hnýtingum. Þegar ég byrjaði að hnýta, snérust fyrstu flugurnar um að koma þræðinum á öngulinn án þess að slíta hann í tíma og ótíma, festa einhverjar fjaðrir niður í væng, vefja eða skeggja þær eftir því sem maður treysti sér til og fela síðan fluguna fyrir allra augum. Reyndar á ég ennþá einhverjar af þessum einstaklega ljótu, illahnýttu flugum. Einhver kann að segja að mér hafi lítið farið fram, en ég er alltaf að verða sáttari.

fos_adstada

Síðar tók við það lengsta tímabil sem hefur varað í mínum hnýtingum. Tímabil hinna ítarlegu leiðbeininga sem fylgt var út í ystu æsar og hvergi brugðið frá uppskriftinni. Ég vil reyndar meina að þetta tímabil hafi verið mér holt og ég lært mikið af því. Með tíð og tíma hef ég sannfærst um að flugur verða eiginlega að fylgja ákveðnum reglum til að ganga í augun á silunginum. Vængur á vorflugu á sér sinn rétta stað, skegg þarf að vera rétt vaxið niður og skott má ekki vera úr hófi langt. Eitthvað svipað má segja um púpur, þær þurfa að eiga sér haus, miðju og hala (ef það á við) í þokkalegum hlutföllum. Allar þessar óskráðu reglur hefur maður lært af því að fylgja uppskriftum þekktra flugna í gegnum tíðina og það síast inn hvað gengur og hvað gengur ekki í hnýtingum.

Nú leitar hugurinn aftur til þess að setja mark mitt á flugurnar, hnýta örlítið frábrugðið uppskriftinni í efnisvali eða áherslum, gera flugurnar svolítið að mínum í stað þess sem höfundarnir hugsuðu sér nákvæmlega í upphafi. Ég er ekki að tala um að mínar útfærslur veiði endilega betur en þær upprunalegu, þær eru bara aðeins meira mínar. Samhliða hefur hugurinn leitað á ókunnar slóðir og sífellt oftar hef ég leitað í smiðju lítt þekktra hnýtara eða þá gleymdra flugna og gefið þeim nýtt líf í boxinu mínu. Nú kann einhver að segja að það þurfi ekki sífellt að finna upp nýjar flugur, þær hafi þegar komið fram sem veiða og það er mikið til í því. En þá færi nú fyrst að hilla undir leiðindi við hnýtingarnar ef maður hnýtti aðeins Pheasant Tail og Peacock.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.