Veiðikortið 2017

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Veiðikortið 2017 er lent. Sem fyrr eru 35 vötn á kortinu, eitt fellur út og eitt nýtt kemur inn frá því í fyrra. Eflaust sakna einhverjir Meðalfellsvatns af kortinu, ég er sannanlega einn þeirra og þarf nú að finna mér nýtt fyrsta vatn vorsins þar sem ég get vaðið krapa og skautað á ís upp úr 1.apríl.

fos_vk2017
Smelltu á kortið til að kaupa

Nýliðinn á kortinu er Berufjarðarvatn í Reykhólahreppi. Þótt vatnið sé nýtt á kortinu er óhætt að segja að fá vötn eiga sér jafn langa sögu af veiði eins og Berufjarðarvatn og Alifiskalækur sem í það rennur að suðvestan. Í Þorskfirðingasögu er frá því sagt að ungir menn þar í sveit hafi verið frumkvöðlar í fiskirækt, væntanlega einhverjar elstu heimildir um silungseldi sem um getur á Íslandi. Tóku menn fisk úr vatninu og settu í lækinn og gerðu góða veiði þar á eftir. Úr Berufjarðarvatni rennur Kinnastaðaá til Hóps sem gengur inn úr Þorskafirði.

Með tilkomu Berufjarðarvatns hefur orðið til skemmtilegur veiðislóði sem hefst að sunnan í Haukadalsvatni í Dölum þaðan sem maður getur skotist yfir í Berufjarðarvatn í Reykhólasveit. Þaðan er svo einstaklega falleg leið inn að Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og ef menn kjósa að fara örlítið lengra eru örfáir kílómetrar í Sauðlauksdal og Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð. Þetta gæti orðið skemmtilegt ferðalag næsta sumar og ekki þarf að hafa með sér ógrynni matar, því öll þessi vötn hafa gefið ágætlega og jafnvel betur en það, hin síðari ár.

Smelltu á myndina til að lesa fylgirit Veiðikortsins
Smelltu á myndina til að lesa fylgirit Veiðikortsins

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.