Flýtileiðir

Stórir hringir

Stórt er ekki endilega alltaf betra, en þegar kemur að fluguhjólum verð ég víst að taka undir með þeim sem mæla frekar með stórum hjólum, þ.e. large arbor hjólum. Vissulega eru þessi hjól oft svolítið meiri um sig heldur þau smágerðu með litlu miðjunni, small arbor. Það gefur augaleið að línuspólan þarf að vera aðeins meiri um sig ef miðjan er stærri þannig að öll línan með undirlínu komist fyrir. Hin síðari ár hefur reyndar örlað á því að ofvöxtur hafi hlaupið í sum þessara hjóla þannig að nærri liggur að finna þurfi annað einkenni á þau heldur en large, en það er önnur saga.

Stærsti kostur large arbor hjóla er vissulega sá að línan leggst inn á þau í víðari hring þannig að minni líkur eru á að hún dragist út af þeim í einni krullu, gormi sem oft verður til trafala í kasti. En það er einnig annar kostur sem er ekkert síðri og vert er að nefna. Þegar línan spólast í víðari hring inn á hjólið verða hringirnir færri á hjólinu. Nei, ég er ekki að tala um þann kost að menn séu fljótari að spóla inn á large arbor heldur en mid- eða small arbor hjól. Með færri hringjum af línu á hjólinu eru færri lög af línu sem óhreinindin geta tekið sér bólfestu í heldur en á smærri hjólum.

fos_hjologspolur

Vissulega eru alltaf dagsdagleg óhreinindi sem flækjast fyrir manni í veiði; slý, gróðurleifar og sandur. En þetta er í flestum tilfellum einfalt að losa sig við sé klút brugðið á línuna annað slagið og hún dregin inn í gegnum hann. Verra mál getur verið þegar þessi óhreinindi fá að liggja óáreitt inni á fluguhjólinu, þorna og éta sig fasta á línuna. Þá getur þurft eitthvað meira til heldur en rakan klút. Svo er það blessaður jarðvegurinn, sá sem hefur óvart spólast inn með línunni þegar tekið er saman í lok dags. Smágerð sandkorn, jafnvel einfalt þjóðvegaryk getur farið illa með línukápuna ef það fær að liggja inni á hjólinu einhvern tíma. Þá er kostur að vera með færri hringi af línu á hjólinu, það þýðir færri sandkorn. Þetta er mögulega eitthvað sem menn vilja hafa í huga þegar þeir setja eitthvað á jólaóskalistann á næstunni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com