Nú fer harmasögn minni úr Vatnadal að ljúka. Þegar hér er komið sögu hefur mönnum tekist að útrýma bæði bleikju og urriða í Vatni. Laxastofninn í Miðá er hruninn og hálfum dalnum sökkt undir lón. Er þá ekki nóg komið af hörmungum? Nei, svo virðist ekki vera því rothöggið á villtu fiskistofnana er eftir. Það kemur í hlut sjókvíaeldis að veita náðarhöggið. Það stafar margþætt hætta af stórhuga áformum um sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Smithætta fisksjúkdóma, genamengun frá erlendum stofnum og mengun vegna lífræns úrgangs af stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Átak okkar í skólphreinsun má síns lítils í samanburði við þann óhemju úrgang sem fellur til við sjókvíaeldi. Enn og aftur er stefnt að því að færa hingað til lands iðnað sem er verið að úthýsa erlendis vegna sóðaskapar og hættu. Hér hefur stóriðjan tekið á sig nýja mynd, ekki síður hættuleg heldur en loft- og efnamengandi málmbræðslur.

vatnadalur_4

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.