Flýtileiðir

Líknarmeðferð

Þegar líður á seinni hluta vertíðar hefur hugur manns stundum leitað til þess hvort ekki sé til einhver sú líknandi meðferð sem hægt er að beita á flugulínurnar. Kannski er það bara ég, en þegar líður á sumarið verða línurnar mínar stundum afskaplega leiðinlegar. Þær taka upp á því að renna illa, flækjast fyrir mér og eru hreinlega bara með almenn leiðindi af verstu gerð. Heilt yfir sumarið reyni ég að sinna línunum eftir bestu getu, en stundum dugar það bara alls ekki til.

Almennt reyni ég að baða þær í öðru vatni en veiðivatni einu sinni til tvisvar á ári. Á haustin sting ég þeim í ilvolgt bað með smá uppþvottalegi. Leyfi þeim að liggja þar smá stund, strýk af þeim með mjúkum bómullarklút og skola vel á eftir. Þurrum spóla ég þeim síðan inn á hjólin eða vind þær upp í hankir og kem þeim fyrir á svölum stað og vitja þeirra ekki síðar en í mars. Ef mér sýnist svo, sting ég þeim þá aftur í volgt vatn og teygi svolítið á þeim, svona til að ná geymslukrullunum úr þeim fyrir vorið.

fos_flugulinur

Yfir sumarið geng ég alltaf með gleraugnaklút í veiðivestinu og bregð línunum við og við í gegnum hann. Það er merkilegt hvað hrein og tær náttúran okkar á það til að losa sig við óhreinindi yfir á flugulínurnar okkar. Ef ég er mikið á ferðinni þar sem drullupollar herja á veiðislóða, þá á ég það jafnvel til að bregða línunum í bað eftir að gusurnar hafa gengið yfir húddið á bílnum og þar með stangir og línur.

En svo kemur að þeim tímapunkti að þessi daglega umhirða dugir ekki til og línurnar halda bara áfram að pirra mann. Þetta er víst merki þess að hilli undir endalok línunnar og eitthvað meira þarf til að hún renni þokkalega. Með tíð og tíma eyðist ysta kápa línunnar eða særist þannig að almenn þrif duga ekki til. Þá laumast ég til að nota línubón og lengi þar með líftíma línunnar aðeins, svona rétt út vertíðina. Á endanum verð ég víst að bíta í það súra epli að fjárfesta í nýjum línum, en það er vissulega hægt að lengja líftíma línunnar með þokkalegri umhirðu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com