Það lyktar svolítið af hausti núna‘ var haft á orði þegar ég keypti leyfi að Hraunholtum á laugardaginn. Já, það var svolítið haust í lofti, en dásamlegt veður innan við bílrúðuna. Það er bara eins og aðeins ein vindátt sé þekkt við Hlíðarvatn, af norð-austri, og um helgina tók Kári sig til og blés köldu úr þeirri átt, svo köldu að stóru fiskarnir í vatninu tóku sér frí, lögðust á botninn og létu eiginlega ekki sjá sig.

Hlíðarvatn 27.ágúst 2016
Hlíðarvatn að kvöldi 27. ágúst 2016

Við höfðum verið vöruð við því að enn hefði lækkað í vatninu og hvött til að taka með okkur vatn á brúsa, en ekki óraði okkur fyrir þeirri sjón sem mætti okkur við Jónsbúð á laugardaginn. Aðeins smá pollur eftir fyrir framan veiðihúsið og töluvert langt í næsta vatn. Að vísu höfum við komið að vatninu enn lægra, en þá var það við austurenda þess, þannig að okkur brá nokkuð við þá sjón sem mætti okkur að vestan. Hvað um það, við komum okkur fyrir innan við Jónsbúð og héldum til veiða. Kraftaveiðar, uppásnúningar og bakköst voru það sem þurfti til að koma flugunni út á vatnið á laugardaginn. Vindurinn náði næstum tveimur tölustöfum í m/sek. og blés einmitt á kasthöndina þar sem við vorum við vatnið.  Ef það hefði verið vatn í vatninu frá Rifi og inn að Álftatanga, þá gæti ég sagst hafa þrætt alla ströndina, en þá væri ég að ljúga. Þess í stað röltum við frá eðlilegu fjöruborði og út að vatninu á nokkrum völdum stöðum á þessari leið og náðum að særa upp nokkra fiska á laugardaginn, stærsta um pundið, aðra nokkru minni.

Útsýnið úr Fellsbrekku til vesturs
Útsýnið úr Fellsbrekku til norðurs – þarna ættu að vera stöku hólmar og sker, ekki stöku pollar

Aðfararnótt sunnudags kólnaði heldur betur þannig að slaknandi vindur sem sunnudagurinn bauð uppá fór fyrir lítið og fiskurinn var mjög tregur eftir rok og kulda næturinnar. Aðeins ein bleikja hafði komið á land um þrjúleitið þegar við pökkuðum saman, kíktum til berja og renndum síðan heim á leið. En, það er alls ekki þar með sagt að vetur sé genginn í garð í Hnappadalnum, hann spái hlýnandi seinni part vikunnar og Hlíðarvatn hefur oft gefið vel langt inn í haustið.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 3 212 / 236 / 3 36 / 43 18 20

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.