Síðustu ár höfum við veiðifélagarnir haft ýmislegu öðru að sinna um Verslunarmannahelgina heldur en veiði, en þetta árið varð breyting á. Það var gamalkunnur staður sem varð fyrir valinu og við ásamt Mosó-genginu komum okkur fyrir við Hlíðarvatn í Hnappadal. Annars tók ég eftir því að veiðibók vatnsins er merkt ‚Hlíðarvatn í Kolbeinsstaðahreppi‘, skemmtilegt að halda í gömlu hreppaheitin þrátt fyrir sameiningar síðustu ára.
En hvað um það, við mættum í Hraunholt á föstudagskvöldið í þessum líka hressilega strekkingi af norðaustri. Hef stundum velt því fyrir mér hvort það sé aðeins ein átt þekkt við Hlíðarvatn, því annað hvort blæs hann úr norðaustri þar eða bara ekki neitt. Þar sem vindur var heldur í meira lagi og við e.t.v. eitthvað lúin eftir vikuna, ákváðum við að setja upp vagninn, hita okkur kvöldverð og bíða þess að veiðifélagar okkar kæmu í hús, spennt að sjá afla og heyra veiðisögur. Aflinn hjá Mosó-genginu reyndist meira en glæsilegur, feitir og pattaralegir urriðar og bústnar bleikjur innanum.

Hlíðarvatn, Ljósufjöll í baksýn
Hlíðarvatn, Ljósufjöll í baksýn

Eftir nokkuð snarpa nótt og vindbarning, hélt ég af stað inn fyrir Fellsbrekku út á skerin sem nú stóðu öll landföst þar sem mikið hefur lækkað í vatninu frá síðustu veiðiferð þangað fyrir hálfum mánuði. Mér telst til að vatnborðið sé heilum metra lægra nú en þá og göngufært á ystu skerjum frá Rifi og að Neðriskúta. Heldur var nú vindurinn í meira lagi og ég viðurkenni að mér reyndist frekar erfitt að ná þokkalegum köstum með flugustönginni. Lét mig þó hafa það og streittist við þar til einn urriði lá í netinu. Síðar um daginn fór allur hópurinn inn að Álftatanga og veiddi sig til baka að Rifi. Maðkurinn sannaði sig hjá Mosó-genginu, en ég var eiginlega ekki á blaði fyrir utan einhverjar smábleikjur sem fengu líf. Það var ekki síðan fyrr en eftir kvöldmat að við hjónin töltum aftur út inn með vatninu að hún setti í nokkra væna fiska og ég í aðeins fleiri titti í rokinu sem þá náði hámarki.
Ég tók sunnudaginn snemma, svona á minn mælikvarða, og setti í nokkrar vænar bleikjur og nokkra titti sem fengu líf. Eftir hádegismat fór frúin á kostum og landaði hverjum glæsilegum urriðanum á fætur öðrum en ég varð að láta mér nægja að kynnast honum Sergei (tilvísun í Sergei Bubka, stangarstökkvara) sem tók fluguna með látum inni við Rif, en sýndi síðan listir sínar í loftinu sem urðu til þess að flugan skaust í eina áttin á meðan hann fór í hina.
Það má með sanni segja að maðkurinn hafi staðið uppúr sem veiðitæki helgarinnar, 42 fiskar á tvær stangir á móti 18 á tvær flugustangir. Þá eru ekki taldir þeir sem sleppt var.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 7 141 164 / 1 30 / 38 14 16

2 Athugasemdir

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.