Á ferðalagi okkar hjóna norðan úr landi á föstudaginn leitaði hugurinn ósjálfrátt á fornar slóðir. Það var næstum fyrir ári síðan að ég lét hafa eftir mér að slóðinn inn að uppáhalds veiðisvæði okkar hjóna þyrfti gagngerrar yfirhalningar við ef við færum þangað aftur, þ.e. slóðinn frá Heggsstöðum inn að vatni. Með þetta í huga og þá staðreynd að engar fréttir var að hafa af færð og ástandi slóða, afréðum við að hringja í Stangveiðifélag Borgarness og kanna með veiðimöguleika í vatninu.
Það hitti þannig á að á laugardaginn var Fjölskyldudagur SVFB og miklu meira en sjálfsagt að leyfa okkur að vera við vatnið um helgina. Og þvílík helgi. Við veiðifélagarnir eru sammála um að aldrei hefur fiskurinn í Hlíðarvatni verið eins fallegur, eins mikið af honum og eins skemmtilegur í töku eins og um þessa helgi. Undanfarin ár hefur mér þótt fiskurinn rokka verulega í holda- og heilsufari, en þetta árið hefur hann heldur betur tekið við sér, feitur og pattaralegur, hraustur og almennt vel haldin, bæði bleikjan og urriðinn.

Hlíðarvatn í Hnappadal
Hlíðarvatn í Hnappadal

Við tókum laugardaginn með fyrra fallinu og röltum inn með Fellsbrekku, að Neðri-skúta og alveg út að Svarta-skúta. Veðrið var eins fallegt og best varð á kosið, sól og stillur þannig að þurrflugur fengu að njóta sín á vatninu. Á fyrri vaktinni tókum við 14 fiska, bleikjur og urriða í bland, ásamt því að setja í nokkra putta sem var sleppt. Seinni vaktin var á svipuðum nótum hvað fiska varðar en veðrið tók smávægilegum breytingum þegar leið á kvöldið. Léttur úði og smá blástur krydduðu umhverfið hæfilega og fiskunum virtist líka það vel og við fórum nokkuð sátt í háttinn fyrir miðnættið með okkar 16 fiska eftir vaktina.

Síðkvöld við Hlíðarvatn
Síðkvöld við Hlíðarvatn

Sunnudagurinn rann upp með örlítið öðru veðri, smá blástur en fallegt engu að síður. Við héldum uppteknum hætti og röltum inn með Fellsbrekku og bættu einum sjö urriðum í safnið áður en við tókum saman og héldum heim á leið og skeggræddum alla kosti þess að sækja um aðild að SVFB og þær flugur sem gáfu í þessari veiðiferð. Þær voru sem sagt; Orange Nobbler, Orange Nobbler, Orange Nobbler, svartar þurrflugur, Heimasætan, Krókurinn og að ógleymdum Orange Nobbler.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 9 110 130 13 / 12 23 / 32 12 14

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.