„Nú er sumarið komið, þið eruð mætt“; svona heilsaði Tinna staðarhaldari okkur þegar við renndum í hlað við Landmannahelli á fimmtudaginn. Vegurinn inn að Landmannahelli (F225) var ekki mikið meira en þokkalegur og okkur varð á orði að Vegagerðin hefði getað gert betur í að hefla hann áður en ferðamannatraffíkin byrjaði fyrir alvöru. En hvað um það, við komum okkur fyrir á tjaldsvæðinu, gerðum okkur klár og vorum mætt í Frostastaðavatn rétt um kl.16. Veðrið lék við okkur og við áttum stefnumót við vík eina í hrauninu sem sjaldan hefur brugðist. Víkin sem slík brást okkur ekki og við höfðum úr nægu að moða, þ.e. það var nægur fiskur á svæðinu þótt hann væri ekki stór. Eins og oft áður datt veiðin á þessum slóðum niður laust eftir kvöldmat þannig að við röltum í rólegheitum til baka að bílastæðinu austan við vatnið, kipptum einum og einum upp á röltinu og vorum komin á skynsamlegum tíma aftur í vagninn.

Það er nú svo merkilegt að það virðist aldrei vera slæmt veður við Framvötnin og það brást okkur ekki á föstudaginn og eftir að hafa hellt upp á könnuna og fengið okkur morgunverð, var haldið af stað í Frostastaðavatnið aftur. Í þetta skiptið ætluðum við örlítið lengra inn í hraunið (Suðurnámshraun) og taka stöðuna á fiskinum þar. Ekki skorti fjöldann og við eyddum lunganu úr deginum við að þræða víkina og nokkra tanga vestur af henni með góðum árangri. Það var nokkuð þétt í pokunum hjá okkur á leiðinni til baka um kvöldið, en vitaskuld var veitt á völdum stöðum, svona til að halda okkur við efnið og stytta gönguna.

Við höfðum lengi haft hug á að kíkja í Eskihlíðarvatn og gerðum heiðarlega tilraun til að finna afleggjarann af F208 inn að vatninu að austan á laugardagsmorgun, án árangurs. Væntanlega er eini slóðinn inn að vatninu sem enn er fær sá sem liggur um Eskihlíðarhnausa að norðan, en þetta er sett fram án ábyrgðar því við könnuðum þann slóða ekki. Eins getur verið að slóði upp af Dómadal sé einnig fær, en hann höfum við aldrei prófað.

Eftir þessa snautlegu afleggjaraleit okkar renndum við aftur að Frostastaðavatni , nú að norðan og röltum inn með vatninu að vestan. Og við gerðum meira en það. Þegar inn fyrir Dómadalshraun var komið ákváðum við að rölta áfram að Suðurnámum og þegar þangað var komið þá var helmingi vatnsins náð og eins gott að klára hringferð um vatnið. Þannig lágu 6,8 km. eftir okkur með mjög mörgum stoppum hér og þar, sýni tekin af fiski og dáðst að umhverfinu. Í stuttu máli; ég tók þokkalegan fisk við norðurenda Dómadalshrauns og væntanlega var einhver slæðingur af fiski á þeirri strönd en undan Dómadalshrauni var fiskurinn heldur smár. Sömu sögu er að segja af ströndinni undir Suðurnámum, smár en í miklu þurrflugustuði og hin besta skemmtun að reyna sig við hann. Það var ekki fyrr en við komum í fyrstu víkina undir Suðurnámshrauni að fiskurinn fór stækkandi og sá var nú einnig í stuði fyrir þurrflugu.  Ströndin að austan er flestum þekkt fyrir heldur smáan fisk en eins og við höfðum svo sem áður reynt, þá var fiskurinn undan Frostastaðahrauni nokkru stærri og vel nýtanlegur. Það var sem sagt stoppað við hverja vík og næstum hvern stein hringinn í kringum vatnið.

Frostastaðavatn
Frostastaðavatn

Vatnshæð um þessar mundir er í meðallagi í Frostastaðavatni. Við höfum séð hana hærri og við höfum séð hana lægri. Vel fært út í sker og á tanga undan Suðurnámshrauni og Frostastaðahrauni og vel þess virði að leggja leið sína á báða staðina. Af fiskinum er það helst að frétta að það er ógrynni af bleikju í vatninu og henni fer því miður mjög fjölgandi. Við höfum sjaldan, ef í nokkurn tíma tekið jafn mikið af fiski sem var illa haldinn; magur eða í lélegum holdum. Þetta þýðir þó alls ekki að allur fiskur sé þannig. Í bestum holdum var fiskurinn á bilinu hálft til eitt pund og mikið af honum. Það er ekkert óeðlilegt að setja í mjög dökkan fisk á þessum árstíma í Frostastaðavatni, fiskurinn  er enn að koma upp úr dýpinu eftir veturlegu, en því miður voru nokkrir þessara fiska óttalegir slápar og töluvert um samgróninga í þeim sem er ekki góðs viti, hausstórir og ljótir. Almennt fannst okkur fiski hafa fjölgað mikið og hann var smærri en oft áður. Þegar allt er tekið saman, þá eru þetta ákveðnar (mjög ákveðnar) vísbendingar um að ekki sé seinna vænna en grisja þurfið vatnið með markvissari hætti en hingað til hefur verið gert.

Af Malla er það helst að frétta að hann virðist hafa komið vel undan vetri, sprækur og hress og fylgdi okkur hvert fótmál þessa þrjá daga sem við eyddum við vatnið.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 82 / 92 103 119 / 0 19 10 12

2 Athugasemdir

  1. Fínasta ferð alveg hreint. Get varla beðið eftir að fá svona harðfisk úr einhverju af aflanum. https://fos.is/2015/10/07/steiktur-reyktur-sodinn-og/. Dásamlegt að geta leikið sér með fimmuna dáldið vel í þessari ferð. Sennilega er líka alveg tilvalið að fara þangað með byrjendur á flugustöng til að æfa sig, fiskurinn ekki styggur, þarft ekki að kasta langt og h.u.b var í hverju kasti. Just saying…
    Annars er spáin bara fín sko;)

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.