Afmæliskveðja

Þegar svo bregður við að flugur eiga 20 ára stórafmæli er ekki úr vegi að rifja upp sögu þeirra. Ekki síst þegar um er að ræða einfalda, skæða og vinsæla flugu sem vel flestir veiðimenn þekkja. Afmælisbarnið heitir BAB en margir þekkja hana sem Kibba eða jafnvel Orminn Kibba. Það var Ásgeir Halldórsson í Sportvörugerðinni sem smellti þessu upprunalega nafni á fluguna eftir að höfundur hennar hafði unnið Íslandsmótið í silungsveiði árið 2000. Mótið sótti Björgvin A. Björgvinsson með þessa óþekktu 4. ára flugu í farteskinu og bæði hann og flugan uppskáru verðskuldaða athygli og aðdáun á mótinu.

BAB eins og hún kom mönnum fyrst fyrir sjónir – Ljósm. Björgvin Björgvinsson

Einhverra hluta vegna vildi upprunalega nafn flugunnar ekki festast við hana, nema þá helst hjá kunningjum Björgvins og sérlegum vinum flugunnar sem gáfu henni gæluheitið Babbinn og undir því heiti hefur hún verið skráð fyrir óteljandi fiskum í veiðibókum við Laxá í Mývatnssveit, Brúará og víðar.
Aðspurður tjáði Björgvin mér að flugan ætti uppruna sinn að rekja til ársins 1996 þegar hann setti fyrstu útgáfu hennar saman og prófaði þá um sumarið. Ungdómsárum sínum eyddi flugan síðan í nokkrum útfærslum í boxi Björgvins, prófuð reglulega, betrumbætt, prófuð enn og aftur og þannig koll af kolli þar til Björgvin var orðinn ánægður með útlitið og ekki síst lögun flugunnar og hegðun í vatn. Eins og áður segir, kom hún fyrst opinberlega fram á sjónarsviðið þegar Björgvin hafði landað Íslandsmeistaratitlinum árið 2000. Svo dult fór Björgin með fluguna að ekki einu sinni mótshaldarar sá til hennar fyrr en í lok keppninnar.

BAB úr mínum væs
BAB úr mínum væs

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er flugan einstaklega nett og tiltölulega létt þótt hún sé með kúluhaus. Björgvin notar fínt vínylrip í fluguna og hefur hnýtt hana smæsta á krók #16. Til að koma flugunni niður í straumvatni hefur hann gjarnan notað hana sem afleggjara með mun þyngri flugum. Sjálfur hef ég laumast til að hnýta hana nokkuð þyngri, jafnvel úr sverari vínyl og notað hana á mun styttri taum heldur en Björgvin gerir. Þetta eitt segir okkur að flugan er einstaklega veiðin, hvernig svo sem menn beita henni. Kannski fellst styrkur hennar einmitt í einfaldleikanum og því hversu alhliða hún hefur reynst mönnum.

Það má með sanni segja að þetta afmælisbarn eldist einstaklega vel og það er vart til það flugubox sem ekki inniheldur einhverja útgáfu hennar; fínt vínyl, svert vínyl, grubber eða beinn, það virðist vera alveg saman hvernig menn hnýta hana, hún einfaldlega gefur. Takk, Björgvin A. Björgvinsson (BAB) fyrir þessa frábæru flugu.

2 svör við “Afmæliskveðja”

 1. Eiður Kristjánsson Avatar

  Frábær fluga!

  En Íslandsmótið í Silungsveiði? Segðu mér meira!

  Líkar við

 2. Kristján Friðriksson Avatar

  Mér skilst að Sportvörugerðin hafi staðið fyrir þessu móti á sínum tíma (2000) í Brúará og Íslandsmeistarinn, Björgvin A. Björgvinsson öðlaðist sjálfkrafa þátttökurétt í Cortlandkeppninni í silungsveiðum á Írlandi árið 2001. Sú keppni var reyndar blásin af vegna gin- og klaufaveiki sem þá geysaði þar um slóðir.
  Mér er ekki kunnugt um áframhald þessarar keppni eftir þetta, kannski kominn tími á eitthvað svona aftur?

  Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com