Hlíðarvatnið skartaði sínu fegursta þegar við renndum í hlað við Hlíðarsel Ármanna upp úr hádeginu í dag. Fjöldi fólks nýtti sér fría veiði og leiðsögn á árlegum Hlíðarvatnsdegi veiðifélaganna, enda hefur vatnið verið í sínum gamla ham þetta árið, flott veiði og vænn fiskur.

Það var gestkvæmt hjá Ármönnum í dag
Það var gestkvæmt hjá Ármönnum í dag

Heimsókn okkar var e.t.v. ekki sérstaklega til þess ætluð að taka fram stangirnar, meira svona til að sýna sig og sjá aðra. Engu að síður settum við saman þegar u.þ.b. klukkustund var eftir af veiðideginum og tókum stefnuna á Mosatanga með stuttu stoppi á Flathólma. Það fór svo að lokum, þ.e. eftir að hafa prófað næstum allar flugur í bókinni að ég setti rauðan Higa’s SOS undir (tilraundýr frá því í vetur) að ég setti í tvær bleikjur, 25 og 35 sm. Sú minni fékk líf, en hin bíður matreiðslu á morgun.

Vitaskuld renndum við að Hlíðarseli eftir veiði og kvittuðum fyrir þessum fiskum í veiðibókina og settum trúlega þar með punktinn fyrir aftan i-ið þennan dag og þar með voru skráðir 37 fiskar hjá Ármönnum.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 2 10 / 0 2 9

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.