Það var farið að nálgast mánuð frá því við fórum síðast í veiðiferð, þannig að það var ekki um annað að ræða en láta slag standa og nýta í það minnsta part úr laugardeginum í veiði. Gíslholtsvatn varð fyrir valinu því sunnudagurinn var frátekinn í Hlíðarvatnsdaginn.

Ekki var það veðrið sem varð þess valdandi að við vorum heldur sein á ferðinni á laugardaginn, en á áfangastað komumst við rétt um seinna kaffi og fengum að pota vagninum niður við sunnanvert vatnið, takk fyrir strákar að hleypa okkur svona alveg ofan í ykkur.

Himbrimapar á Gíslholtsvatni
Himbrimapar á Gíslholtsvatni

Áður en vagninn var settur upp, töltum við hjónin inn með vatninu til vesturs og gerðum heiðarlega tilraun til að setja í einhverja fiska. Frúin setti í afskaplega vænan og sprækan urriða sem tók flugunni með loftköstum og losaði sig snilldarlega af. Um leið og urriðinn tók þessi loftköst, köfuðu nálægir himbrimar og hafa trúlega gert sé þennan urriða að góðu þegar hann hafði sagt skilið við flugu frúarinnar. Sjálfur setti ég í einn titt sem fékk líf og þá eru nú öll afrek okkar talinn.

Eftir að hafa sett upp vagninn og svalað mesta þorstanum, tölti ég aftur inn með vatninu á meðan frúin litaðist aðeins um fyrir innan augnlokin. Í þá tæpa tvo klukkutíma sem ég barði vatnið með öllum mögulegum flugum varð ég ekkert frekar var við fisk, þannig að ég hætti snemma og tók á mig náðir að hætti gamalmenna, var sofnaður rétt um kl.23 og svaf eins og steinn fram undir kl.9  Kannski flensuskítur síðustu vikna hafði haft eitthvað með þetta að gera, en mikið ofboðslega var samt gott að komast út undir bert loft og út í sveit.

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 8 / 1 2 8

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.