Flýtileiðir

Vinda ofan af eða ekki?

Maður skildi ætla að eftir nokkur ár, fjölda veiðiferða og óteljandi köst, þá væri maður laus við þennan ófögnuð sem vindhnútarnir eru. En, það er nú öðru nær. Þessir óþurftar pésar sem þeir eru hafa fylgt mér og munu trúlega alltaf gera. Ég var eitthvað að velta þessu fyrir mér í vetur sem leið og ákvað að tefla á tæpasta vaðið og spurðist fyrir í veiðifélaginu mínu, hvort menn væru enn að eiga við vindhnúta, komnir á efri ár.

Þeim sem til þekkja, þ.e. míns veiðifélags vita að ég mátti segja mér sjálfum að svörin yrðu eitthvað út og suður. En, merkilegt nokkuð, ég fékk hverja játninguna á fætur annarri að þetta væri nú alveg upp og ofan; stundum slæmt og í annan stað verra. Aðeins einn sagðist ekki vita hvað ég væri að tala um, hann þekkti ekki til þessa vandamáls, kannski vegna þess að það væru orðin svo mörg ár síðan hann veiddi síðast, en það er allt önnur saga.

Þessar hugleiðingar sóttu aftur á mig um daginn þegar ég glímdi við einkennilega mikinn fjölda vindhnúta á tauminum mínum. Það var að vísu töluverður vindur, en ekki svo að ég missti bakkastið eitthvað niður, en hnútarnir tóku að raðast á tauminn hjá mér. Í einhverju bjartsýniskasti vegna mögulegra stórfiska ákvað ég að draga inn og leysa úr þessari bölv…. flækju sem hafði myndast. Á meðan ég tók ofan gleraugun (ég er sem sagt nærsýnn) og pírði augun á flækjuna (ég er sem sagt líka kominn með ellifjarsýni) varð mér hugsað til ráðs sem ég las fyrir einhverju síðan. Ef manni tekst að losa flækjuna (á endanum) þá ætti maður að renna tauminum á milli vara sér og athuga hvort brot eða einhverjir hnökrar væru á tauminum.

fos_knots

Eftir ótrúlega langa mæðu, nokkur pirringsköst og almenna ólund, tókst mér að greiða úr flækjunni og losa hnúta sem ekki voru fullhertir. Ég lét sem sagt reyna á þetta ráð og eiginlega sleikti tauminn. Og viti menn, það voru í það minnsta tvenn brot í taumaefninu sem ég hafði ekki séð með berum augum (ellifjarsýnin, sko) eða fundið á milli fingra mér (kuldinn, sko) þannig að ég hefði trúlega geta sparað mér allt þetta vesen og einfaldlega klippt, troðið flækjunni í vasann og hnýtt nýtt taumaefni á. Það fylgdi sögunni á sínum tíma að ef maður reyndi að endurnýta taumaefnið eftir vindhnúta, sérstaklega grennra efni, þá væri eins víst að nýr hnútur myndaðist í fyrsta eða öðru kasti, einmitt þar sem brotin væru í efninu. Hér eftir ætla ég gefa þessu betur gaum og sjá til hvort vindhnútum fækki ekki eitthvað hjá mér.

4 svör við “Vinda ofan af eða ekki?”

  1. Geir Thorsteinsson Avatar

    Prófaðu að nota kónískan taum það hjálpar 🙂

    Líkar við

  2. Kristján Friðriksson Avatar

    Góður punktur, Geir. Um leið og ég fór að nota kóníska tauma dró verulega úr þessu vandamáli hjá mér, núna sit ég bara eftir með það vandamál að taumaendarnir vilja taka á sig hnúta. Kannski það sé eitthvað bundið við taumaefnið sem ég nota?
    Bestu kveðjur,
    Kristján

    Líkar við

  3. Þórunn Björk Avatar

    Skil ekki alveg þessa grein….vindhnútar! – hvað er það? …..og..og..og ellifjarsýni eða var það nærsýni. Er það kannsi þá sem maður setur upp gleraugu? 🙂

    Líkar við

  4. Kristján Friðriksson Avatar

    Já, er það von að þú sért í vafa. Þegar maður kemst á ákv. aldur þá veit maður stundum ekki hvort gleraugu eigi að vera á eða ekki 😉

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com