Flýtileiðir

Föndur

Það hefur verið grínast með það á mínu heimili að á meðan börnin í skólunum föndri fyrir jól og páska, þá föndri ég einhverjar flugur í horninu mínu. Lykillinn í þessu gríni er að enginn notar orðasambandið fluguhnýtingar eða bara hnýtingar yfir höfuð, þetta er einfaldlega föndur.

Kannski er þetta einmitt mjög góður punktur sem við, sem hnýtum okkar flugur sjálf, ættum alveg að leyfa okkur að nota meira þannig að börnin okkar heyri. Krakkar eru almennt mjög mikið fyrir að föndra. Meira að segja ungir drengir sem eru farnir að spá í ákveðna tegund hágreiðslu og ungar stúlkur sem eru ekki vilja lengur leiða pabba sinn á almannafæri eru svolítið veik fyrir notalegri föndurstund í faðmi fjölskyldunnar.

Þótt börnin okkar þroskist frá okkur, þá er ekki þar með sagt að þau vilji ekki vera með okkur og samverustund við fluguhnýtingar getur verið tilvalin leið til þess að eiga gæðastund með krökkunum. Það fylgir síðan vonandi með að prófa þarf einhverja flugu sem komið hefur af væsinum og góður veiðitúr gæti alveg fylgt í kjölfarið. Það er að vísu ekki öruggt því margir krakkar byrja að hnýta flugur löngu áður en þau handleika flugustöng sjálf. En það hefur sterkt aðdráttarafl að hnýta flugur fyrir pabba og mömmu, hvað þá ef von er á fiski á fluguna. Sjálfur þekki ég það að fá hugmyndir að flugum á blaði frá mínum drengjum, flugur sem hafa síðan gefið ágætlega þegar í vatn eru komnar.

Föndurskotið
Föndurskotið

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com