Bara þurrflugur

Englendingar eru allra manna duglegastir að veiða á þurrflugu, þ.e. ef eitthvað er að marka allar frásagnir þeirra á veraldarvefnum. Það hefur vakið athygli Íslendinga hve þaulsæknir Englendingar eru við veiðar hér með þurrflugurnar einar að vopni. Ekkert veður virðist vera þurrflugum þeirra ofviða, það er næstum því sama á hverju gengur, alltaf er þurrflugan undir og þeir veiða ekkert minna en aðrir.

Sjálfur hef ég farið í veiðiferð með þurrflugur einar að vopni og þá kom berlega í ljós vanmáttur minn með þessu veiðitæki. Eins og ég hef rakið í einhverjum pistlum hér, þá hafa mér stundum verið mislagðar hendur þegar ég rýk af stað í veiði með stuttum fyrirvara. Eitt sinn hafði ég verið að fylla á púpu- og straumfluguboxin mín og hafði alveg steingleymt að setja þau aftur í veiðivestið mitt. Þegar svo dásamleg veiðigyðjan bankaði upp á næsta dag með sólskin og stillu í farteskinu greip ég veiðivestið og allan annan búnað, tróð í skottið á bílnum og brenndi í nefnt vatn í grennd við borgina. Eitthvað hafði gyðjan platað mig því þegar á bakkann var komið var heldur meiri vindur í kortunum heldur en heima hjá mér. Nú, það er ekkert mál; hugsaði ég og setti saman sjöuna og seildist eftir púpuboxinu sem var auðvitað stútfullt af glæsilegum púpum, heima. Eftir að hafa reynt að koma þurrflugu út á vatnið, sem vel að merkja enginn fiskur sýndi nokkurn áhuga á, valdi ég mér púpulegustu þurrfluguna, makaði hana í drullu og jurtaleifum til að þyngja hana og barði hana niður í vatnið. Ég held svei mér þá að þetta sé í eina skiptið á ævinni sem mér hefur tekist að halda þurrflugu upp á yfirborðinu, sama hvað ég reyndi að koma henni niður í vatnið og halda henni þar. Lærdómur (ítrekað): yfirfara veiðivestið fyrir hverja ferð.

Þurrflugur
Þurrflugur

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com