Kláraðu skipulagið

Nú hafa flestir tryggt sér veiðileyfi fyrir sumarið og vonandi langt fram í haustið. Að vísu kemur það fyrir að menn þurfi að endurskipuleggja einhverja daga ef ekki fæst frí eða ættarmót lenda á veiðidögum. Það sem gildir í þessu er að klára endurskipulagninguna alveg, ef til hennar þarf að koma. Eitthvað hefur maður heyrt af misskilningi veiðifélaga þegar einn úr hollinu gleymdi að uppfæra dagatalið sitt og mætti í veiði á röngum degi, einn og yfirgefinn. Eins hef ég heyrt ótrúlega sögu af sjálfvirkri leiðréttingu í farsíma sem breytti SMS skilaboði um Fnjóská í Brjósk sem viðtakandinn túlkaði umsvifalaust sem Blöndu þannig að þeir félagarnir fórust á mis.

Sjálfur hef ég tekið upp á þeim óskunda að endurskipuleggja veiðivestið mitt síðla sumars án þess að klára það skipulag endanlega. Þannig var að ég ákvað með stuttum fyrirvara að skjótast í Langavatn á Mýrum, að mig minnir síðasta opna dag að hausti. Ég hafði þá verið í einhverri tiltekt í veiðivestinu mínu og gaf því ekkert endilega gaum þegar ég tók það ofan af snaga í skúrnum ásamt stöng, vöðlum og tilheyrandi. Ég man bara að þetta var yndislegur laugardagsmorgun og haustlitirnir við ofanverða Langá skörtuðu sínu fegursta og þegar ég kom upp að vatni var ekki annað hægt en bara setjast niður og njóta. Þegar ég loksins hafði mig á fætur og klæddi mig í var heldur rýrt af búnaði í vestinu. Engar klippur, engir taumar og ekkert flugubox. Það eina sem ég hafði mér til bjargar var einn sver taumur á hjóli og einhverjar afklippur í vöðluvasanum sem mér tókst að hnýta saman þannig að ég náði tæpum 9 fetum. Eins gott að ég þyrfti ekki að skipta oft um flugu því ég var aðeins með eina flugur sem ég hafði í einhverri rælni stungið í hjólatöskuna um sumarið, rauður Nobbler. Aflabrögðin urðu heldur rýr, ein bleikja sem vissi greinilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið og lét glepjast. Lærdómur: yfirfara veiðivestið fyrir hverja ferð.

Langavatn
Langavatn

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com