Flýtileiðir

Flýttu þér hægt

Það er vissulega erfitt að hemja sig þessa dagana þegar frystu vötnin koma undan ís. Já, þú last rétt ég sagði frystu vötnin því mörg vötn hafa verið á frosti síðan fyrir áramót og víða er enn ís á vötnum þótt komið sé fram undir maí. Að þessu sinni ætla ég ekki að minnast einu orði á það að fiskurinn fer sér einstaklega hægt þegar vötnin koma undan ís og því ættu veiðimenn að gefa gaum þegar þeir velja agn og inndrátt. Nei, ég ætla að segja sögu af sjálfum mér þegar ég flýtti mér of mikið.

Það þarf oft ekki stóra glufu á milli élja í fyrstu viku veiði til að maður leggi í smá ferðalag upp í Kjós. Ég held að það hafi verið 1. apríl eitthvert árið sem ég sá slíka glufu í skýjunum yfir Esjunni og myndavélin á Bæ í Kjós gaf til kynna að fært væri í Meðalfellsvatnið. Þetta var nóg til þess að óeirðin varð óviðráðanleg og ég skaust út í bílskúr, snaraði veiðivesti, vöðlum og stöng í skottið á bílnum og brenndi upp í Kjós. Já, einmitt, það sem ég taldi upp var það sem ég tók með mér. Til allrar lukku tókst mér að troða mér og vöðlusokkunum í gönguskóna mína þannig að ég gat staulast fram á bakkann með stöngina og hitt út í vatnið þar sem það var ekki undir ís. Mig minnir að einn ágætur hafi komið á land þannig að mér var hlýtt um hjartaræturnar á leiðinni heim, en mikið rosalega var mér kalt á fótunum í rennandi blautum skónum þennan spotta úr Kjós og heim til Reykjavíkur. Lærdómur: ekki gleyma vöðluskónum.

Meðalfellsvatn í byrjun apríl
Meðalfellsvatn í byrjun apríl

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com