Sumardagurinn fyrsti og karlinn er kátur, kann sér vart læti yfir þessum fyrsta degi sumars, bæjarlækurinn opnar og Elliðavatnið með. Þegar óteljandi myndir af sprækum fiskum úr Elliðavatni tóku að dælast inn á veraldarvefinn, tók sig upp gamalkunnur kláði í kasthendinni, pirringur í tánum og óseðjandi löngun til að skella sér út í sumarið.

Úr varð að við hjónin fórum á gönguskónum, engar vöðlur, upp að Hólmsá fyrir ofan Gunnarshólma. Ég hef ekki minnstu hugmynd um það hvers vegna Elliðavatnið sjálft heillaði ekki í dag, en þetta varð í það minnsta ofaná. Bjart verður, 7°C og smávægilegur vindur að vestan, ákjósanlegar aðstæður.

Það eru einmitt þessar skyndihugdettur sem eru alltaf svo skemmtilegar og til að toppa þá fyrri fékk ég þá grillu í höfuðið að nota fimmuna og þurrflugu til að byrja með. Sumir segðu eflaust að þessi uppsetning sé sjálfsögð, en það er nú ekki svo í mínum púpu-smitaða huga. Fyrir valinu varð ein þeirra glæsilegu þurrflugna sem mér áskotnuðust um daginn frá Atlantic Flies og í þriðja kasti, upstream, rétt fyrir neðan brú, tók þessi líka skemmtilegi 48 cm. urriði. Fyrir svona púpugaur eins og mig, þá er nú ekki amaleg hvatning að setja í fyrsta fisk sumarsins á þurrflugu á sumardaginn fyrsta. Kannski er þetta vísbending um þurrflugusumar? Til vonar og vara og samkvæmt venju sleppti ég þessum fyrsta fiski sumarsins og sendi hann aftur til félaga sinna í Hólmsá með kveðjunni; Gleðilegt veiðisumar, kallinn minn.

Þurrfluga sumardagsins fyrsta
Þurrfluga sumardagsins fyrsta

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 / 1 1 3

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.