Flýtileiðir

Veikasti hlekkurinn

Veiðigræjurnar verða aldrei öflugri heldur en veikasti hlekkurinn í keðjunni. Það er marg tuggið tóbak að maður fer yfir græjurnar áður en maður heldur í fyrstu veiði. Að rjúka niður í geymslu daginn fyrir fyrstu veiðiferð, rífa fram stöngina, hjólið og vöðlurnar kann ekki góðri lukku að stýra.

Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að fara tímanalega yfir stöng, hjól, línu, taum og taumaenda áður en haldið er í fyrstu veiðiferð. Ég tel þetta upp í þessari röð því stöngin þarf að vera í lagi, þokkalega hrein, allar línulykkjur í lagi og samsetningar hreinar. Hjólið þarf að vera liðugt, bremsan ekki föst í læstri stöðu og svo auðvitað hægt að setja bremsuna á þannig að hún haldi. Við hjólið er tryggilega fest undirlína og við hana ætti sömu leiðis að vera fest hrein og eftir atvikum, vel smurð lína.

Á þann enda sem er nær fiskinum hef ég vanist á að festa línulykkju sem auðvelt er að smeygja taumi í og úr. Sumir hnýta taum við línu með þar til gerðum hnút, en ég vil ganga tryggilega frá línunni minni og verja enda hennar fyrir vatni sem gæti smogið inn í hana og þannig ruglað þyngd hennar. Þetta á sérstaklega við um flotlínu, en í raun á þetta við um allar línur. Ef vatn kemst inn undir kápuna á línunni, þá er ekkert víst að hún hagi sér í vatni eins og vera ber og maður gerir ráð fyrir.

Í gegnum tíðina hef ég prófað ýmsar gerðir línulykkja. Sumar eru svo þéttofnar að þær standa eins og tannstöngull út í loftið, aðrar eru svo lausofnar að þær safna í sig skít og drullu og enda þá með því að standa alveg jafn mikið út í loftið eða það sem verra er með einhverja einkennilega kryppu sem vísar út eða suður. Hæfilega þétt ofinn línulykkja með kínverskum handjárnum sem línunni er smokrað í og fest með plasthólk hefur reynst mér best. Hin síðari ár hef ég síðan lagt af þann sið að líma lykkjuna með tonnataki eða einhverju álíka við línuna. Tonnatak er ekki heppilegt þar sem sveigjanleiki á að vera til staðar og svo vill tonnatak eldast illa í vatni, verður stökkt og brotnar auðveldlega með tímanum. Eina límið sem ég nota er mjúkt PVC lím til að loka enda línunnar þannig að framangreind vatnssmitun eigi sér ekki stað.

Samtenging línu og taums
Samtenging línu og taums

Um sumarið fer ég síðan reglulega fyrir línulykkjurnar mínar og geng úr skugga um að trosnaðar lykkjur gefi sig ekki þegar sá stóri bítur á.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com