Þeir voru nokkuð margir sem fengu sömu hugdettuna og við hjónin í dag. Fjórir veiðimenn á slóðum Sandár og Grjótár, 12 í grennd við syðri bátaskýlin og svo nokkrir aðrir á stangli. Og það var ekkert einkennilegt að það væru svona margir við Meðalfellsvatnið upp úr hádeginu í dag, veðrið upp á sitt fegursta þó það gengi á með hraðfara logni öðru hverju. Held að lofthiti hafi verið í nánd við 7°C þegar við mættum og féll lítillega á þeim rúmlega tveimur tímum sem við eyddum við vatnið. Við hjónin vorum sammála um að vatnshitinn rokkaði töluvert eftir vindstyrk og féll verulega þegar gustaði.

Afli er ekki til umræðu í þessum pistli, ekki eitt einasta nart hvað þá meira. Ég fékk þó að berja duglega skvettu frá urriðatitti augum, vel innan kastfærist en auðvitað vildi hann ekki sjá mínar flugur og hélt væntanlega snúðugur á brott. Á heimleiðinni fengum við hjónin svo smá uppbót á skvettur því við minni Hvalfjarðar lék stórhveli sér við yfirborðið með blástri og sporðaskellum í töluverðan tíma. Ókeypis hvalaskoðun í kaupbæti ofan á flottan dag í Kjósinni.

Meðalfellsvatn 9. apríl

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 0 / 0 0 2

 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.