Flýtileiðir

Á toppinum

Á mínu heimili er ég stundum spurður að því hvað þetta er hitt þurfi að vera lengi í ofninum eða á pönnunni. Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna ég er spurður að þessu og yfirleitt er svarið mitt alltaf það sama; Þangað til það er orðið steikt. Reyndar væri oft betra að segja; Þangað til þú heldur að það þurfi að vera örlítið lengur í ofninum / á pönnunni.
Með svipaðri kaldhæðni mætti svara þeim sem spyr hve mikið hann megi láta reyna á stöngina við löndun; Örlítið minna en þú telur að hún þoli. En hversu mikið þola stangir að svigna? Ef það væri eitt ákveðið svar til við þessu þá væri ég væntanlega ekki að velta þessu fyrir mér og þá hefði ég væntanlega aldrei brotið toppinn á stönginni minni.
Mér skilst að oftast brotni stangir í toppstykkinu þegar átt er við fisk, en það er einmitt toppstykkið sem geymir minnsta orku í flugustönginni og mér skilst að þarna sé beint samhengi á milli. Ef flugan er þokkalega trygg í fiskinum og hann ekkert á því að taka rokur út og suður, þá mætti hugsanlega beita stönginni örlítið öðruvísi þannig að átakið við löndun komi ekki aðeins á efsta hluta hennar, heldur færa átakið neðan í stöngina þar sem hún er betur hlaðin og sterkari.

Stangartoppur
Stangartoppur

Hversu langt niður í stöngina maður verður að færa átakið fer svolítið eftir því hvort stöngin sé hröð, miðlungs eða hæg. Það hefur lengi laumast að mér sá grunur að hægum (mjúkum) stögum sé ekki eins hætt við því að brotna heldur en hröðum (stífum) stöngum. Það er í það minnsta mína reynsla. Auðveldast er að færa átakið neðar í stöngina með því að lækka topp hennar að vatnsborðinu, oft þarf ekki að lækka stöngina mikið til að sjá toppinn rétta úr sér en handa samt vel við fiskinn. Einn kostur við hæfilega sveigju toppsins er að sá partur getur brugðist einna hraðast við snöggum hreyfingum fisksins og því temprað skyndiákvarðanir hans að rjúka út og suður þegar minnst varir. Bara að passa sig á hástökkvurunum, þeir ná oft að losa sig ef stönginn er ekki höfð í efstu stöðu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com