Morgunmatur meistaranna

Nú er heldur betur farið að styttast í að ferðavagninn verði gerður klár, fyllt á matarkistuna, sængurnar viðraðar og gengið úr skugga um að nægt gas sé á kútunum. Gasið kemur ekki aðeins að góðum notum til hitunar þessa fyrstu vikur vertíðarinnar, það er forsenda þess að maður getur fyllt á eigin tank fyrir daginn.

Í veiðiferðum skiptir ekki minnstu máli að vera með nægt gas á eigin tanki yfir daginn. Staðgóður morgunverður, eða í mínu tilfelli dögurður því ég sef yfirleitt af mér morgunverðinn í útilegum, verður að vera til staðar eigi maður að halda daginn út í veiði.

Morgunmatur meistaranna
Morgunmatur meistaranna

Það getur verið of seint að fylla á orkubirgðirnar ef tankurinn tæmist á miðjum degi. Betra er að vera með fullan tank þegar lagt er af stað og bæta jafnt og þétt á hann yfir daginn til að fyrirbyggja að hann tæmist alveg.

Hér að ofan er mynd af morgunverði sem við veiðifélagarnir smellum á pönnuna hjá okkur áður en vagninn er yfirgefinn og haldið í veiði. Steikt egg, bacon, jafnvel nokkrar smápylsur, brauð með osti og sterkur kaffibolli með til að kveikja á heilabúinu og ná morgunhrollinum úr sér. Hvað sem manneldisfræðingar segja; ekki gleyma saltinu, það bindur vatn og viðheldur rafhleðslu líkamanns sem við getum auðveldlega ruglað með vatnsneyslu yfir daginn til að vinna á móti svitanum sem myndast þegar við glímum við þann stóra.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com