Þannig að maður missi sig nú ekki alveg í óþolinmæðinni eftir næstu vertíð, má taka nokkur róleg skref í átt að henni. Mér skilst á þeim sem kunna þá list að prjóna að það sé einstaklega róandi og sefandi iðja. Og hvað er þá betra en róa óþolinmæðina eftir næstu vertíð niður með því að prjóna vettlinga fyrir sumarið?

Þar sem ég er kulsækinn í meira lagi, hef ég í gegnum tíðina þurft að vera með vettlinga bæði fyrri- og seinnipart vertíðar. Þetta getur auðvitað verið til einhverra trafala þegar maður stundar fluguveiði því það er ekki auðvelt að skipta um flugu þegar maður er dúðaður fram yfir fingurgóma. Þá getur komið sér vel að vera með ‚flapsa‘ á vettlingunum, geta lokað og opnað fyrir fingurna að vild en best hefur mér reynst að vera í grifflum, láta mig hafa það að fingurgómarnir kólni á meðan lófar og handarbök væru þokkalega heit.

Í gegnum tíðina hef ég prófað ýmsar tegundir vettlinga; flís fingravettlinga, fóðraða gúmmívettlinga, prjónaða með flísfóðringum og svo grifflur úr íslenskri ull. Gallinn við fingravettlinga úr flísefni fannst mér helst vera að þegar þeir blotnuðu gat verið fjand… erfiðara að komast úr þeim og í þá aftur auk þess að rakir veittu þeir litla einangrun. Fóðruðu gúmmívettlingarnir voru fljótir að hverfa úr veiðitöskunni, tómt vesen; óþjálir og lítil einangrun í þeim. Þeir prjónuðu með flísfóðringunni hafa fylgt mér í nokkur ár. Mínir eru með þessum flöpsum sem ég get smeygt yfir fingurna þegar mér verður mjög kalt eða rétt á meðan ég rölti á milli veiðistaða.

Veiðifélagi minn hefur óbilandi trú á íslensku ullinni en ég er svo mikil blúnda að ég veigraði mér lengi við að nota ullarvettlinga. Helsta minning mín frá vetrum barnæsku minnar er þessi óstöðvandi kláði undan ullinni og núningur við háls og úlnliði. Það var því með töluverðum semingi að ég lét mig hafa það að þiggja handprjónaðar grifflur úr íslenskri ull sem mér voru boðnar fyrir nokkru síðan. En, þessir vettlingar hafa reynst mér einna best. Eftir nokkrar veiðiferðir hafði ulli þæfst það mikið að allur kláði og núningur var horfinn og vettlingarnir voru orðnir þéttir og mjúkir. Af því að þetta er grifflur þarf ég ekki að fara úr þeim til að skipta um flugu og ég held góðu taki á línunni og hita á höndunum. Meira að segja þótt þeir blotni í gegn, þá halda þeir einangrun sinni merkilega vel.

Á snúrunni eftir góðan veiðidag
Á snúrunni eftir góðan veiðidag

Svo er einn kostur við ullarvettlingana sem ekki má gleyma; þeir eru mun fljótari að þorna á milli veiðidaga heldur en fóðraðir- eða flísvettlingar.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.