Það hefur alveg farið það orð af mér að ég sé helst til nískur og nýtinn, en þegar kemur að hnýtingarþræði hef ég frekar verið fullur vantrausts á þessum auma spotta sem notaður er í flugur. Trúlega hef ég verið allt of duglegur að nota hnýtingarþráð í gegnum árin, notað allt of mikið af honum og verið helst til mikill groddi.

Hér hefði nú mátt spara í vængfestingu og haus
Hér hefði nú mátt spara í vængfestingu og haus

Góður hnýtingarþráður er ótrúlega sterkur, meira að segja einn og stakur, svo ekki sé talað um þegar þrír til fimm vafningar koma saman. Ég hef mér það til málsbóta að það eru trúlega algengustu mistök hnýtara að nota of mikinn þráð, bæta einum til tveimur vafningum við, setja hnút og svo annan til að vera alveg öruggur. Þetta á sérstaklega við þegar maður er að vinna á einum og sama punktinum á flugunni með nokkur hnýtingarefni. Oft vill þá brenna við að maður full-hnýtir fyrsta efnið niður, bætir svo öðru eða tveimur ofaná og vefur allt til fullnustu og hnýtir allt of marga hnúta á milli efna.

Þegar ég fór að spara vafningana, notaði aðeins einn til tvo fyrir hvert efni og lét það eiga sig að hnýta half hitch á milli, þá fóru flugurnar mínar að verða töluvert rennilegri svo ekki sé talað um fallegri. Síðustu hnútana í hverja flugu spara ég að vísu aldrei, þeir verða að vera tryggir því lakk herðir ekki hnút, það heldur honum ekki einu sinni saman ef hann er lélegur.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.