Þegar ég byrjaði að hnýta var ég sífellt með skærin á lofti, klippti, klippti meira og snurfusaði svo enn og aftur áður en ég hnýtti næsta efni á fluguna. Auðvitað er þetta misjafnt eftir flugum, sumar eru það efnislitlar að allt sem talist getur ofaukið verður að hverfa, en sumar flugur þarf alls ekki að snyrta eins og ég gerði áður.

Óklipptur Nobbler
Óklipptur Nobbler

Nefnum sem dæmi Dog Nobbler. Bústinn vöndull af marabou í skott skilur auðvitað eftir sig heilan helling af efni þegar maður er búinn að hnýta skottið eðlilega niður. Til að byrja með tók ég upp skærin og klippti allt umfram efni frá þegar skottið hafði verið hnýtt tryggilega niður. Svo tók heilmikið vesen við að byggja búkinn, ná honum þéttum og bústnum eins og ég vil hafa hann. Fljótlega fór ég þó að stytta mér leið með allt þetta efni. Eftir að hafa hnýtt skottið niður, tryggt það vendilega og jafnvel lakkað í hnútana, lagði ég restina af storkinum einfaldlega fram eftir flugunni, hnýtti hann niður fyrir framan augu og þá fyrst klippti ég af. Þ.e.a.s. ef eitthvað var eftir af fjöðrinni.

Með þessu móti var einfaldara að hnýta vöf eða vír niður á búkinn, klára svo fluguna með nokkrum einföldum vafningum af búkefni og ganga frá við hausinn. Þessa aðgerð nota ég við fjölda flugna í dag og ef eitthvað er, þá hafa þær enst mér betur svona.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.