Eins og lesendum ætti að vera kunnugt um, þá leiðist mér ekki að hnýta flugur. Þetta er svo sem engin stórframleiðsla, en yfirleitt þarf ég að hnýta þetta 6 nothæfar flugur í þremur stærðum, þrjár fyrir mig og þrjár fyrir veiðifélagann.

Efnið klárt í þrjár flugur
Efnið klárt í þrjár flugur

Þegar ég hef dundað mér við fyrstu fluguna, prufustykkið, þá veit ég nokkurn veginn hvað ég þarf af efni í næstu eintök og þá raða ég gjarnan því efni sem til þarf á mottuna mína þannig að það sé innan seilingar. Sumt efni klippi ég strax niður, annað tek ég úr stömpum og af spólum eftir þörfum. Mér skilst að sumir gangi svo langt að hreinsa allar fjaðrir af dún áður en þær eru notaðar í hnakka eða vöf en það geri ég sjaldnast. Vængfjaðrir reyni ég aftur á móti að klippa niður og para saman fyrirfram þannig að þær séu klárar þegar kemur að notkun. Það sparar ótrúlegan tíma að græja þær allar á einu bretti og vængirnir ættu að verða fallegri ef maður gefur sér góðan tíma í að para fjaðrirnar rétt.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.