Enginn verður óbarinn biskup – Ekki er flas til fagnaðar – Góðir hlutir gerast hægt og svo má lengi telja alla málshættina sem ættu að fá menn til að slaka á og fara sér hægt. Ég hallast reyndar alltaf meira að; Það er ekki eftir neinu að bíða, en hinkrum nú samt aðeins við.

Enginn asi á þessari
Enginn asi á þessari

Þegar ég set í nýja flugu eða einhverja sem nokkuð er um liðið frá því ég hnýtti síðast, hef ég þann háttinn á að fara mér hægt, mjög hægt. Fyrir kemur að ég bakki meira að segja til baka í miðri flugu, reki upp eða losi eitthvað sem ég hef þegar fest, bara til þess að reyna aðra aðferð eða röð á efni ef ske kynni að sú aðferð sparaði mér tíma og/eða efni þegar ég byrja síðan í alvöru að hnýta þau eintök sem þarf. Svo nota ég oft fyrstu fluguna til að mæla það magn af efni sem ég vil hafa í henni, stundum þarf að taka af væng, minnka dubb eða spara í haus flugunnar þannig að hún verði ekki eins og fílamaðurinn þegar búið er að lakka hausinn.

Allt þetta káf á mér við fyrstu fluguna verður vitaskuld til þess að hún verður heldur óásjáleg, illa hnýtt og endist örugglega ekki nema í einn eða tvo fiska. En, þetta verður samt yfirleitt til þess að ég spara mér tíma og hnýtingin verður öruggari þegar kemur að flugum nr. 2 – 7 sem fylgja yfirleitt í kjölfarið. Sjáið til, yfirleitt þarf ég nefnilega að hnýta fyrir tvo veiðimenn og leiðist það ekki.

3 Athugasemdir

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.