Flýtileiðir

Skipulag

Yfirleitt er það nú þannig að þeim sem sæi hnýtingaraðstöðuna mína dytti eflaust í hug að ég sé algjörlega laglaus. Í það minnsta fer ekki mikið fyrir þessu Skipu-lagi hjá mér þegar ég er að hnýta en áður en ég hefst handa horfir öðruvísi við. Þetta tek ég fram hér í upphafi nokkurra greina sem ég hef tekið saman um æskileg vinnubrögð við fluguhnýtingar. Myndirnar sem ég tók fyrir þessar greinar voru auðvitað teknar eftir rækilega tiltekt og snurfus á hnýtingarborðinu mínu, en þetta skipulag vill oft hverfa eins og dögg fyrir sólu eftir nokkrar flugur og við tekur mjög vel skipulagt kaos.

Allt í röð og reglu
Allt í röð og reglu

Yfirleitt er það nú svo að ég skipulegg hnýtingarnar mínar með smá fyrirvara, tek til á borðinu og raða áhöldum, koppum og kirnum á sinn stað þannig að ég viti nákvæmlega hvar hvað er þegar ég set í fyrstu fluguna. Ég nota mottu, gjarnan aflagða músamottu á röngunni, fyrir þær græjur sem ég þarf í viðkomandi flugu. Þá þarf ég ekki að kippa græjunum upp úr svampinum, þar sem þær eiga heima að öllu jöfnu og þá eru þær á vísum stað. Trúlega er ég með einhvers konar brest, afbrigði sem ég kann ekki að nefna, því ég vil helst hafa græjurnar alltaf í sömu röð. Lengst til vinstri er keflishaldarinn, svo skærin sem ég nota í vír og tinsel, síðan kemur nálin mín og svo skæri fyrir hnýtingarþráð og fjaðrir. Ef ég held mig við þessa röð í gegnum heila flugu, þá þarf ég aldrei að líta upp úr stækkunarglerinu til að finna það áhald sem ég þarf í það og það skiptið.

Þetta ráð, eins og með svo mörg önnur, er auðveldara að gefa heldur en ástunda. En hafi maður þetta í huga áður en lagt er af stað, þá er aldrei að vita nema það skjóti þannig rótum að það venjist.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com