Að kíkja upp undir

Þegar maður hnýtir straumflugu, þá horfir maður oftast á hlið hennar og reynir að hnýta hana sem líkasta hornsíli eða ungviði, einhverju sem er á matseðli fisksins. En hversu oft hafa menn tekið væsinn og snúið honum að sér þannig að horft sé aftan á fluguna? Sjálfur get ég sagt með fullri vissu að það hefur aldrei komið fyrir mig. Ég glápi á fluguna frá hlið, kíki undir hana, ofaná og mögulega athuga ég hausinn sérstaklega, en aldrei kíki ég upp undir hana aftan frá.

Það er eitthvað bogið við þetta allt saman. Straumfluga á að líkja eftir smáfiski. Smáfiskar hræðast stærri fiska og það er aðeins í augnablik sem smáfiskurinn horfist í augu við þann stóra, svo snýr hann sporðinum í hann og reynir að forða sér, allt hvað af tekur. Sjónarhorn stóra fisksins er því aftan á smáfiskinn, ekki á hlið eða ofan á.

Urriðaseiði
Urriðaseiði

Mér hefur alltaf þótt Black Ghost vera einhver fallegasta straumfluga sem til er. Þar fer smekkur minn og laxfiska saman. Eggjandi kinnarnar úr fjöðrum frumskógarhanans setja mikinn svip á fluguna, rétt eins og á Dr.Burke eða Dentist ef hann er í sparifötunum. En þessar kinnar eru ekki aðeins flottar séðar frá hlið. Þegar straumfluga með kinnum er á flótta undan svöngum silungi, leggjast kinnarnar að búknum og rétta úr sér á víxl, rétt eins og eyruggar sílisins þegar það reynir í örvæntingu að forða sér.

Næst þegar ég hnýti straumflugu ætla ég að kíkja upp undir hana að aftan og athuga hvort kinnarnar standi hæfileg út í loftið, hvort fjöðrin í vængnum rísi nægjanlega til að líkja eftir bakugganum og síðast en ekki síst, er skottið á flugunni eitthvað í líkingu við sporðinn sem gengur fram og til baka þegar smáfiskurinn forðar sér. Ef allt gengur upp, þá er ég með flugu í höndunum sem silungin langar í.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com