Ef ég spyrði nú hver rétt stefna á flugu ætti að vera, þá fengi ég líklega einhver svör á þá leið að hún ætti að vera sem næst því að vera beint af augum, í sömu átt og kastað var. Auðvitað er þetta rétt svar, spurningin var aftur á móti ekki rétt orðuð. Það sem ég hafði í huga var, í hvaða átt ætti straumflugan að synda m.v. fiskinn sem egnt er fyrir?
Tökum u.þ.b. 4 punda urriða sem dæmi. Fiskur sem liggur í mestu makindum á óðali sínu og glápir á kanntinn þar sem hann rís upp að grynningunum. Það væri í hæsta máta óeðlilegt í hans augum ef hornsíli kæmi á öðru hundraðinu niður af grynningunum og æði áfram í áttina að honum. Það hornsíli væri náttúrulega ekki fæða í hans augum og minnstar líkur á að hann réðist á það. Ef viðkomandi hornsíli kæmi aftur á móti upp að hlið hans og stefndi snaggaralega upp á grynningarnar, væri eins víst að hann yfirgæfi óðalið og elti sílið. Ég leyfi mér samt að efast um að eitthvað hornsíli væri nógu vitlaust til að synda í grennd við 4 punda urriða, líklegra þætti mér að það héldi sig innan um gróður eða steina á botninum þar til urriðinn hefði brugðið sér af bæ. Þá gæti það hugsanlega reynt að forða sér upp á grynningarnar í eins beinni stefnu og unnt væri frá urriðanum.

Fluga á réttum stað
Fluga á réttum stað

Þeir sem hafa virt hornsíli fyrir sér í vatni hafa væntanlega tekið eftir því að þau eru ekkert mikið á ferðinni frá landi og út í dýpið. Þetta hefur eitthvað með kjörsvæði hornsíla að gera sem er víst ekkert mikið meira en á þetta 20 til 40 sm. dýpi. Það væri því væntanlega líklegast að ná athygli urriðans með straumflugu í líki hornsílis ef maður næði að veiða meðfram kanntinum, láta fluguna bera við yfirborðið og skjótast inn á grynningarnar rétt í þá mund sem urriðinn nær að festa auga á henni.
Rétt stefna á flugu er þá væntanlega þverrt fyrir urriðan, helst á flótta frá honum en örugglega ekki beint upp í gapandi ginið á honum. Hversu oft ætli maður hafi látið fluguna ráðast beint að urriðanum og uppskorið tóma forundran hans; Hvað gengur eiginlega að þessu hornsíli?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.