Skv. frétt á vef Skipulagsstofnunar þann 18.nóv. hefur stofnunin ákveðið að víkja frá upphaflegum fresti til að vinna ákvörðun um endurskoðun umhverfismats Hvammsvirkjunar, sjá hér. Eins og fram kemur hefur stofnunin tekið sér frest til 11.des. til að ljúka verkinu.

Það má ráða af fréttinni að starfsmönnum Skipulagsstofnunar þykir málið viðamikið, sem von er, og því þörf á lengri tíma til að komast að niðurstöðu um það hvort framkvæma þurfi nýtt umhverfismat.

Eftir virkjun - Kort: verndumthjorsa.is
Eftir virkjun – Kort: verndumthjorsa.is

Þess má geta að FOS er kunnugt um að enn bætist við gögn sem Skipulagsstofnun er hvött til að kynna sér áður en kemur að endanlegri ákvörðun. Meðal þess sem lagt hefur verið til málanna er einstaklega góð og áhugaverð grein Árna Árnasonar, Hvammsvirkjun – Nauðsyn mats á umhverfisáhrifum. Greinina má nálgast á vef Árvíkur hérna, en nokkra úrdrætti má sjá hér að neðan. Eins og aðrar greinar Árna um þetta mál, er hún vel rökum studd og vert að gefa henni góðan gaum. Í henni rekur Árni þær breytingar sem orðið hafa á lífríki árinnar frá því nýgildandi umhverfismat var framkvæmt ásamt því að vekja verðskuldaða athygli á skorti rannsókna á s.k. mótvægisaðgerðum sem LV boðar samfara þessari virkjun.

Hugsanlegar virkjanir í neðri hluta Þjórsár, eins og Hvammsvirkjun, hafa þá sérstöðu í samanburði við eldri virkjanir ofar í ánni að göngufiskur á sér nú heimkynni í verulegum mæli ofan þeirra. Hvammvirkjun mun þannig hafa tvenns konar óheillavænleg áhrif á göngufisk. Virkjunin mun bæði spilla mikilvægum uppeldisstöðvum ofan og neðan virkjunar en auk þess þarf fiskur að komast fram hjá virkjuninni bæði á leið sinni upp og niður ána.

Virkni seiðafleyta er óviss og hefur ekki fengið neina gagnrýna umfjöllun í tengslum við Hvammsvirkjun. Það sem hentar Sockeye-laxi þarf ekki að henta Atlantshafslaxinum.

Niðurstöður rannsókna sýna að 89% seiða fara um seiðafleytuna við Wells-stífluna og 96% lifa það af. Árangurinn við Cowlitz-fossana er ekki jafngóður þótt hönnunin sé sú sama. Þar fara einungis 48% stálhausa (steelhead) um fleytuna en stálhaus er regnbogasilungur sem gengur í ár og vötn vestanhafs.

Ég hvet lesendur til að lesa þessa grein í fullri lengd, hún er full af fróðleik og varpar áhugaverðu og gagnrýnu ljósi á gildandi umhverfismat og er starfsmönnum Skipulagsstofnunar eflaust kærkomið innlegg í þá vinnu sem framundan er til 11.des.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.