Síðastliðið sumar sá ég þann veiðimann sem ég tel vera þann ötulasta sem ég hef enn hitt. Hann var snaggaralegur að stöðva bílinn við vatnið, var klár með stöngina á innan við 10 sek. og eiginlega horfinn fyrir næsta nes á innan við 30 sek. Augnabliki síðar sá ég hann kominn upp undir geirvörtur úti í vatninu þar sem hann kastaði, kastaði, kastaði, kastaði, kastaði, kastaði og svo…. féll flugan loksins niður u.þ.b. 10 metra fyrir framan hann. Ég heyrði, frekar en sá hann síðan taka fluguna upp í einum rykk og endurtaka kastæfinguna af miklum móð.

Fyrst ég, í 20 – 30 metra fjarlægð heyrði til línunnar þegar hún var rifinn upp úr vatninu, þá hefur fiskurinn í vatninu væntanlega orðið örlítið var við þessar aðfarir líka og hefur forðað sér. Það kom mér því ekki á óvart að skömmu síðar var þessi ötuli veiðimaður kominn til baka, sestur upp í bíl og spólaði burt.

Ég reyndar þakkaði þessum veiðimanni kærlega fyrir í huganum, náði ekki að kasta á hann þökkum í orðum svo snöggur var hann á brott. Hvað þakkaði ég honum fyrir? Jú, fyrir að leiða mér fyrir sjónir að ég var farinn að þenja mig óþarflega mikið í köstunum og þó sér í lagi fyrir fiskana sem komu í áttina til mín frá þeim stað þar sem hann hafði vaðið út í nokkrum mínútum áður. Ég landaði þremur á stuttum tíma eftir létt og nett köst þar sem ég leyfði flugunni að vera í vatninu alveg þangað til taumurinn var kominn að topplykkju. Þegar ég síðan tyllti mér á bakkann með kaffibollann minn og kleinu og dáðist að fiskunum þremur, rifjaði ég upp nokkrar greinar sem ég hef lesið um galla þess að flýta sér of mikið í veiðinni.

Tiltölulega slakur við Elliðaárnar
Tiltölulega slakur við Elliðaárnar

Ég er að hugsa um að endursegja nokkrar þessara greina hér á næstunni, kannski þessi ötuli veiðimaður reki augun í þær og nái að róa sig aðeins niður fyrir næstu vertíð.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.