Hvernig hljómar nú málshátturinn? Gefðu manni fisk og hann verður mettur einn dag, kenndu honum að veiða og hann verður mettur alla ævi. Þegar maður er að meðhöndla íslenskan silung er engin ástæða til að flækja málið. Allt sem þarf er smjör, hvítlaukur og snarpheit panna.

Bestur þykir mér silungurinn þegar hann er steiktur upp úr nógu smjöri með nokkrum sneiðum af hvítlauk og kannski nokkrum sveppum til hliðar. Um leið og smjörið hefur bráðnað eru sveppirnir og hvítlaukssneiðarnar sett út í og þeim leyft að gyllast örlítið. Því næst er flakið af silunginum steikt á holdið í örstutta stund, rétt aðeins þar til það tekur lit. Þá er því snúið snarlega á roðhliðina, hvítlaukurinn lagður ofan á og steikt þangað til maður heldur að fiskurinn eigi 30 sek. eftir, þá er hann tilbúinn. Ef þú bíður í þessar 30 sek. er hann ofsteiktur.

Smjörskeiktur silungur með sveppum og gúrkusalati
Smjörskeiktur silungur með sveppum og gúrkusalati

Það þarf ekki flókið meðlæti með svona villibráð. Nýjar soðnar kartöflur eru auðvitað frábærar (með smjörbráðinni yfir) en það má líka spara sér suðuna og skera gúrku gróft og skreyta með nokkrum brauðtengingum. Ef þetta er ekki villibráð eins og hún gerist best, þá er hún ekki til.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.