Skv. orðabók er kvenkynsorðið branda; 1. lítill silungur, 2. fiskur, 3. glíma, 4. raftur yfir dyrum. Ekkert af þessu kom við sögu í veiðiferð helgarinnar hjá okkur hjónum, þ.e. ef undan er skilin ein flundra sem í ótuktarskap sínum tók Peacock með orange skotti hjá mér rétt við Búðanes.

Síðsumar í Hraunsfirði
Síðsumar 2015 í Hraunsfirði

Eins og stundum hefur komið fyrir, gekk veðurspá helgarinnar ekki alveg eftir og við vorum því ekki í þeirri blíðu í dag sem spáð var og hitastigið var heldur ekki það sem kom fram í auglýsingu Veðurstofunnar. Raunar vil ég einmitt kenna hitastiginu um þetta gæftaleysi í firðinum sem raun varð á. Mér skilst að á aðfaranótt laugardags hafi hitastigið rétt marið að vera yfir frostmarki og það var frekar kalt, langt fram eftir laugardagsmorgni og það gránaði heldur í fjöllum. Maður má víst eiga von á svona dögum inn á milli úr því sem komið er fram í árið.

Ekki vantaði veiðimennina í firðinum en afskaplega fáum sögum fór af aflabrögðum. Tveir veiðimenn eru þó líklegir til að hafa komið fiski á land, en ég náði ekki fréttum frá þeim áður en við tókum okkur saman í dag og héldum heim á leið. Þar voru á ferðinni gallharðir lesendur FOS sem við hittum á Búðanesi í gærkvöldi, klárir í slaginn með tjald, varðeldivið og vel útbúnir veiðigræjum. Sjáum til hvort við fáum ekki komment inn á þessa færslu með fréttum af aflabrögðum. Takk annars fyrir skemmtilegt spjall, strákar.

Þessi vakti yfir okkur s.l. nótt
Þessi bauð okkur góðrar nætur í gærkvöldi

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 0 103 / 123 / 0 17 / 27 14 / 18

 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.