Síðla sumars og langt fram í haustið laða vötnin á hálendinu veiðimenn til sín eins lengi og veður leyfir. Framvötnin eru þar engin undantekning og við hjónin höfum gert einhverjar okkar bestu veiðiferða á þessum árstíma. Um leið og einhverja smugu er að sjá í kortunum, höldum við af stað og förum á fjöll.

Við notuðum dagspartinn frá hádegi og fram undir myrkur á laugardaginn til að heimsækja Malla á Frostastöðum sem eins og venjulega lét sig ekki vanta á staðinn um leið og fyrsti fiskur var kominn á land. Við lögðum sem sagt leið okkar að Frostastaðavatni í víkurnar og gerðum alveg ágæta veiði á uppáhalds staðnum okkar og út af skerjunum til vesturs frá hrauninu. Þegar dagurinn var gerður upp voru 27 fiskar á landi og aðeins 5 þeirra undir matfiskstærð. Kunnugir mega geta sér til um hvað varð um þá fiska. Hvorki við né Malli fórum því fisklaus heim eftir þennan dag. Veðrið, þennan annars ágæta laugardag var svona upp of ofan, smá sýnishorn af flestum gerðum en heilt yfir mjög gott og kvöldið eins og það gerist fegurst á fjöllum.

Horft yfir frá Frostastöðum að Löðmundi
Horft yfir Frostastaðavatn, Löðmundur í síðustu sólargeislum dagsins

Loksins, loksins kom að því að ég færi með veiðistöng í hönd að Kýlingavatni. Eftir hádegisskúri sunnudagsins renndum við inn að Kýlingum. Og þvílík fegurð. Veðrið var e.t.v. ekki það besta, en umhverfið skartaði þessu gullfallega vota litskrúði sem einkennir Landmannalaugar og fjöllin í grennd. Vanþekking undirritaðs var alger þegar við komum að vatninu og því ósköp lítið hægt að segja meira um þessa heimsókn, en ég á örugglega eftir að fara að Kýlingum aftur. Ósköp þætti mér vænt um að geta sett einhvern afla úr Kýlingavatni á veiðiskýrslu.

Á leiðinni að Landmannahelli stoppuðum við í Frostastaðavatni að norðan þar sem enn var bætt á bleikjukvótan og að lokum kíktum við aðeins í Löðmundarvatnið þar sem frúin tók eina í mjög góðri matfiskstærð svona rétt til að setja punktinn yfir i-ið í þessari frábæru ferð.

Kaffi, kleina og fiskur við Frostastaðavatn
Kaffi, kleina og fiskar við Frostastaðavatn

Ef veðurguðirnir leyfa er greinilega enn nóg eftir að veiðisumrinu á fjöllum og um að gera að nýta haustið til útiveru. Það gefst örugglega nógur tími til að húka inni við í vetur.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 14 / 16 103 / 123 / 0 17 / 27 13 / 17

 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.