Ágæt uppskrift að steiktum kjúklingi er að rjóða hann vel og vandlega með Köd og grill og bæta síðan slatta af hvítlaukskryddi ofaná. Steikist í ofni í c.a. 1 klst. við 175°C, borið fram með köldu pastasalati eða hrísgrjónum, allt eftir smekk. Og hvað kemur þetta veiðiferð dagsins við? Jú, það fékkst ekki branda upp úr Þingvallavatni hjá okkur hjónum í dag, hvað þá úr öðru vatni sem við heimsóttum eftir snautlega ferð í Þjóðgarðinn. Kvöldverður fjölskyldunnar verður því ofnsteiktur kjúklingur í stað pönnusteikst silungs.

Það var svo sem ekkert út á veðrið að setja, dásamlegt í alla staði og við fengum vel útilátinn skammt af D-vítamíni ofan á ánægjuna að vera úti við stóran part úr deginum. Svo mörg voru þau orð…..
Veiðitölur ársins
Bleikjur í ferð | Bleikjur alls | Urriðar í ferð | Urriðar alls | Fj.ferða |
---|---|---|---|---|
0 / 0 | 89 / 105 | 0 / 0 | 17 / 27 | 11 / 15 |