Þegar sól og blíða gerir alvarlega vart við sig hérna á suð-vesturhorni landsins er fátt sem getur stoppað mann í að skjótast í veiði og þá eru Þingvellir fyrirtaks áfangastaður. Þrátt fyrir ýmsar annir á heimilinu létum við hjónin það eftir okkur að skjótast dagspart á Vellina. Við vorum greinilega ekki þau einu sem fengum þessa hugdettu því það var verulega margt um manninn á Þingvöllum í dag. Bíll við bíl á stæðunum og maður við mann á veiðistöðunum.

Við byrjuðum við enda Davíðsgjáar þar sem ég fékk smá forskot á Urriðadansinn þar sem einn af höfðingjum Þingvallavatns synti í makindum fram og til baka án þess svo mikið sem gjóa augunum á flugurnar sem ég bauð honum. Þegar mér var farið að leiðast þetta skeytingarleysi urriðans færðum við okkur inn að Grátum þar sem við gerum okkur vonir um að bleikjan væri eitthvað viðmótsþýðari. Svo reyndis líka vera því eftir tvö til þrjú köst var tekið harkalega í Peacock með orange skotti hjá mér. Eftir þokkalega baráttu lá glæsileg hryggna í netinu hjá mér, feit og pattaraleg. Við nánari skoðun sá ég strax að hún var kominn töluvert nálægt hrygningu og væntanlega nokkuð pökkuð af hrognum, eins og kom síðar á daginn. Þegar heim var komið kreisti ég hrognin í krukku, létt-saltaði og setti í ísskápinn. Sjáum til hvernig smakkast eftir nokkra daga.

Létt-söltuð bleikjuhrogn
Létt-söltuð bleikjuhrogn

Og þessi bleikja var ekki sú eina á svæðinu, því í dulítilli vík í grennd voru nokkrar stæðilega systur hennar að hafa sig til fyrir ferðalagið inn að Ólafsdrætti. Áhugaleysi þeirra á flugum var slíkt að ég tók upp myndavélina og skaut nokkrum skotum af þeim þar sem þær syntu um eins og sannkallaðar drottningar Þingvallavatns. Vonandi skilar stemningin sem ég upplifði við vatnið í dag til ykkar í gegnum þessa klippu.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 1 89 / 105 / 0 17 / 27 10 / 13

 

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.