Sumarið hitti á helgi þetta árið, þ.e.a.s. ef ekkert verður nú meira úr því. Fyrsta ferð sumarsins á gamalkunnar slóðir, Gíslholtsvatn í Holtum. Við undum okkur austur fyrir fjall strax eftir vinnu á föstudaginn og byrjuðum umsvifalaust að vinda ofan af okkur. Gerðum lítið annað veiðitengt á föstudagskvöldið heldur en setja stangirnar saman, drógum okkur snemma í kojur og þóttumst ætla þeim mun fyrr á fætur.

Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er svo frábært að komast út af malbikinu og leyfa stressinu að líða úr sér og það tókst heldur betur á laugardaginn. Okkur tókst að sofa af okkur fyrsta, annað og þriðja hanagal og fórum ekki framúr fyrr en að ganga 12. Haninn í Gíslholti var orðinn rámur af því að reyna að vekja okkur og gafst upp á endanum. Það sem maður getur sofið svona í útilegu, frábært.

Gíslholtsvatn, 6. júní 2015
Gíslholtsvatn, 6. júní 2015

Aldrei þessu vant langaði okkur að setja upp vagninn vestan við vatnið og auðvitað fengum við góðfúslegt leyfi til þess hjá ábúendum. Ætlunin var að reyna fyrir okkur meðfram bakkanum undir Gíslholtsfjalli, sem við og gerðum upp úr hádeginu og fram að seinna kaffi. Jú, við settum í samtals 5 bleikjur á þessu ráfi okkar út að tánni, en ekkert fór fyrir urriðanum. Við efumst aftur á móti ekki um að hann sé þarna á öðrum tímum dags og þá sérstaklega austast á ströndinni, margir skemmtilegir veiðistaðir þar. Bleikjan sem við kræktum í var öll í smærra lagi og ekki ólíklegt að henni sé að fjölga nokkur hressilega í vatninu, var nú nóg af henni fyrir.

Eftir ríkulegan kvöldverð og ágætis spjall við Sverri í Gíslholti um ofsetin vötn til heiða og á láglendi, ákváðum við að rölta inn með suðurbakka vatnsins og reyna fyrir okkur á kunnuglegum slóðum við vatnið. Það fór svo að ég setti í tvo prýðilega urriða og frúin í enn eina bleikjuna, undirmáls. Sæl og glöð með daginn, drógum við síðan sængur yfir höfuð og sofnuðum vært undir jarmi rolla og pípi mófugla, eitt og eitt rop úr rjúpu slæddist einnig með.

Annar af urriðum ferðarinnar
Annar af urriðum ferðarinnar

Sunnudagurinn rann upp og enn og aftur tókst okkur að sofa af okkur allar tilraunir hanans á bænum til að vekja okkur. Ekki var alveg eins heiðskýrt og á laugardeginum, en gott veður engu að síður og því röltum við í rólegheitum inn með vatninu að sunnan og þar settum við í þrjár bleikjur til viðbótar og þar af eina sem var hæf til matar.

Það kom fram í samtali okkar við Sverri að hugsanlega væri best að hirða alla bleikju sem kæmi á land, viðkoma hennar í vatninu væri slík að úr gæti orðið bleikjufár ef ekkert yrði að gert. Þegar kemur að þekkingu á ofsetnum vötnum eru ekki margir sem vita sínu viti eins vel og Sverrir og því ástæða til að huga að orðum hans. Við hjónin tókum í það minnst alla bleikju á land sem kom á hjá okkur, sumt nýtist í mat, annað ekki eins og gengur. Vonandi sjá veiðimenn sér fært að taka það með sér sem bítur á, það verður þá meira til skiptanna fyrir þær sem eftir verða í vatninu og bleikjan getur því orðið stærri.

Veiðitölur ársins

Bleikjur í ferð Bleikjur alls Urriðar í ferð Urriðar alls Fj.ferða
 / 4 / 4 / 2 0 / 4 4 / 7

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.